Re: svar: Gistimöguleikar

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfesteval 2005 Re: svar: Gistimöguleikar

#49443
1610573719
Meðlimur

Stjórn Ísalp er búin að hafa samband við heimamenn á Djúpavogi og það hefur ekki fengið almennilega staðfest hvort Ís sé þarna í miklum mæli þar sem menn hafa ekki mikið vit á því hvernig aðstæður eru nema þekkja til ísklifurs. Við fengum myndir sem teknar voru fyrir hláku og litu mjög vel út. Það er hins vegar dálítill ábyrgðarhluti að stefna þarna austur fjölda manna ef aðstaðan er ekki góð. Þá væri betur heima setið. Þetta sama gildir um Köldukinn það er langt að fara og menn þurfa að vera ansi vissir í sinni sök áður en haldið er landshorna á milli í von um góðar aðstæður. Fyrir mér er Haukadalurinn eina vitið það er tiltölulega stutt að fara og aðstaðan frábær.