Re: svar: Fundur um Boltun?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Fundur um Boltun? Re: svar: Fundur um Boltun?

#48866
Anonymous
Inactive

Íbbi minn þarna kom frábær hugmynd frá þér!!!!!!!
Að gera allar leiðir ógildar sem voru farnar fyrst með fífí. Við skulum ekki vera neina teprur heldur gera þetta „the hardcore way“. Ógilda allar leiðir á landinu sem hafa verið frumfarnar með fífí og einnig þeir sem eru slíkir fádæma aumingjar að hanga í fetlum. Þær leiðir sem ekki voru farnar fyrst með sólói án fetla og án fetla(jafnvel án ísaxa) verða skrifaðar út úr leiðabók ísalp. Þetta gæti orðið mikil lyftistöng fyrir klifuríþróttina. Nánast allar línur á landinu ófarnar og næstu ár fara í að keppast við að fara fyrstu þessar klassísku leiðir. F R Á B Æ R T!!! Ég mæli með þessu!!! Sem stjórnarmaður í Ísalp skal ég koma þessu á framfæri. En annars ef ég væri að ríghalda í forna frægð þá væri ég ennþá að puða á hlaupabrautinni(eins og margir góðir vinir mínir). Mér er alveg andsk….. sama hvort leið sé skrifuð á mig eða ekki. Ég veit hvað er farið og ef ég fer nýja leið þá nægir alveg minningin og upplifunin um að hafa orðið fyrstur. Það nægir mér ekki einhverjir bókstafir á prenti eða 0 og 1 á sílikon flögu. Ég er að gera þetta fyrir sjálfan mig en ekki fyrir aðra.
Með kilfurkveðjur og von um að sem felstir láti heyra í sér á morgun
Olli