Re: svar: Fundur um Boltun?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Fundur um Boltun? Re: svar: Fundur um Boltun?

#48865
Páll SveinssonPáll Sveinsson
Participant

Það er ekkert búið að ákveða með boltun í dalnum. Það er aftur á móti ekkert sem segir að ekki megi bolta þar nema þá hugsanlega eigandinn. Það er aftur á móti skoðanir/skoðunarleisi klifrara sem hefur komið í veg fyrir að það hafi verið gert hingað til. Nú hef ég vakið máls á þessu eins og oft áður og það virðist vera komin málefnalega umræða um málið og stefnir í fjörugan fund á miðvikudaginn.

Ég geri ekki kröfu um að leiðirnar „mínar“ í dalnum séu tryggðar með hexum og klifraðar á skóm sem líkari voru tréklossum bara af því þannig voru þær farnar fyrstar. Nei hver klifar fyrir sig og engan annan og eins honum líkar best.

Helstu rök andstæðinga boltunar dalsins er óvirðing við upphafsmenn klifurs. Er þá í lagi að bolta þær leiðir sem ég fór fyrstur í dalnum? og spyrja svo hvern og einn um hverja leið? Þarf ég kannski að spyrja alla sem hafa farið leiðina? Það er hægt að velta þessu fram og aftur. Ég hef tínt til alskonar rök í skrifum mínum undanfarið en fengið lítið annað en „ég vill ekki“ svör.

Ef borvélagengið á líka sagir og sparsl skil ég ekki af hverju þeir eru ekki löngu búnir að fara í Gerðuberg og Saltöfða. Það eru þó klettar á náttúruvendarskrá sem dalurinn er ekki.

Með ísinn og fífí þá má hver sem er klifra það sem honum sýnist mín vegna og vera eins yfirlýsingaglaður eins og honum sínist. Hann verður ekkert betri klifarari fyrir því.

Ætli ég verði ekki bara bráðum frægur tuðari.

Palli