Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Strýtusveifla og samhliðasvig. › Re: svar: En hver vann??
Í vorfærinu í dag, sól og steypa var keppt í ,,Hleypt Brúnum“.
Þar voru margir tilnefndir en fáir útvaldir.
Hynur fór bröttustu leiðina en það kom niður á línunni hans.
Eiríkur Gunnar Ragnars tvíbbi fór flottasta gilið en skíðaði síðan út úr því. Rúnar Óli og Jón Haukur áttu flott stökk fram af brúninni en það var Tómas G. Júl. sem átti flottustu heildar skíðunina og var sigurvegari í karlaflokki. Konurnar áttu einnig sín tilþrif, Helga Björt Möller tók á því en Brynja Magnúsdóttir bar sigur úr bítum með stuttum og snörpum beygum.
Keppnisandinn var með mesta móti og heyrðist bölv og ragn í öllum fjallasalnum þegar keppendur duttu úr bindingunum sínum eða brutu skíðastafi.
Takk fyrir að mæta það var stórkostlegt að fá ykkur norður.
Það rættist heldur betur úr þessu, veðrið var stórkostlegt og færið var drauma vorfæri…bara á röngum tíma.
Síðan verður Telemarkhelginni gerð nánari skil síðar á þessum vef og heimasíður Telemarkklúbbsins.
Með teleswing kveðjum
Böbbi og Bassi