Strýtusveifla og samhliðasvig.

Home Forums Umræður Skíði og bretti Strýtusveifla og samhliðasvig.

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #46092
  0704685149
  Member

  Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur.
  Það var tekið á því í Strýtusveiflunni – úrslit liggja enn ekki fyrir.
  Menn fórnuðu sér af kappi og sumir reyndu sér alla leið í markið á maganum.

  Samhliðasvigið var æsispennandi með bröttum byrjunar kafla, stökkpalli og svo hring hlaupi. Þar duttu margir frægir út fyrir lítt þekktum köppum.

  Síðan var skellt sér í sund á Þelamörk þar sem rauðhausar burstu rest í sundlaugarhandbolta með öllum brögðum leyfðum.

  Nú eru allir að skunda í matinn og verðlaunaafhendinguna þar sem úrslit verða tilkynnt og verðlaun fyrir önnur afrek verða veitt.

  Með kveðju úr snjónum og sólinni.
  Bassi og Böbbi.

  #47837
  0402764759
  Member

  Það er gaman að heyra að það er gaman hjá ykkur. En hver vann??? Hvenær koma úrslitin??

  Kveðjur úr heimalandi Sondre
  Hlynur

  #47838
  3008774949
  Member

  Sko þetta gengur ekki…engin úrslit. Við Hlynur bíðum hér í ofvæni og ekkert fréttist. Strákar mínir….koma svo.
  Þó við ákváðum að gefa ykkur smá séns með að mæta ekki þá er algjör óþarfi að liggja á úrslitunum.

  SS norge

  #47839
  0704685149
  Member

  Enginn bikar í Árbæinn!

  Fyrstu sæti Telemarkhelgarinnar 2003 hlutu:
  Stökk-karlar
  Rúnar Óli Karlsson (Ísafj.)
  Kaisa Halkola (Finnland)

  Samhliðasvig-karlar/konur
  Sigurbjörn Gunnarsson (Böbbi) (Ak/Ólafsfj.)
  Helga Björt Möller (Akureyringur í húð og hár)

  Strýtusveifla-karlar/konur
  Rúnar Óli Karlsson (Ísafj.)
  Brynja Björk Magnúsdóttir (Reykjavík)

  Önnur úrslit og viðurkenningar verða birt síðar.

  #47840
  0704685149
  Member

  Í vorfærinu í dag, sól og steypa var keppt í ,,Hleypt Brúnum”.
  Þar voru margir tilnefndir en fáir útvaldir.
  Hynur fór bröttustu leiðina en það kom niður á línunni hans.
  Eiríkur Gunnar Ragnars tvíbbi fór flottasta gilið en skíðaði síðan út úr því. Rúnar Óli og Jón Haukur áttu flott stökk fram af brúninni en það var Tómas G. Júl. sem átti flottustu heildar skíðunina og var sigurvegari í karlaflokki. Konurnar áttu einnig sín tilþrif, Helga Björt Möller tók á því en Brynja Magnúsdóttir bar sigur úr bítum með stuttum og snörpum beygum.
  Keppnisandinn var með mesta móti og heyrðist bölv og ragn í öllum fjallasalnum þegar keppendur duttu úr bindingunum sínum eða brutu skíðastafi.

  Takk fyrir að mæta það var stórkostlegt að fá ykkur norður.
  Það rættist heldur betur úr þessu, veðrið var stórkostlegt og færið var drauma vorfæri…bara á röngum tíma.

  Síðan verður Telemarkhelginni gerð nánari skil síðar á þessum vef og heimasíður Telemarkklúbbsins.

  Með teleswing kveðjum
  Böbbi og Bassi

  #47841
  1504794369
  Member

  Þetta var meiriháttar gaman og jafnvel að maður losi upp hælinn á svigskíðunum.

  En það er eitt sem ég var að spá í og var að vona að Akureyringarnir gætu frætt mig um það. Eftir að hafa tekið hraustlega á í matarveislunni á Lindinni var ég kominn í tjúttfíling og lagði leið mína á Kaffi Akureyri þar sem illa barinn einstaklingur gargaði í míkrafóninn þar til að enginn var eftir á dansgólfinu, ég held að hann hafi tæmt gólfið þegar hann tók sína sívinsælu syrpu með lögum eftir Hauk Morthens og Ellý Vilhjálms. Þá fór ég ásamt föruneyti á Kaffi Amor og gaf ég vel í því að staður með því nafni hlaut að skarta súlum með reglulegu millibili. Svo var ekki, en ógurlegar drunur bárust af hæðinni fyrir ofan. Í fyrstu hélt ég að þar væri þvottahús í fullum gangi og einhver hefði sett skíðaskóna í á vindingu, sá svo út undan mér diskóljósin og ákvað að líta á.
  Þegar upp var komið blasti við mér nakinn maður á dansgólfinu og kvaðst hann vera að viðra feldinn. Ég tók fljótlega eftir því að fólkið á dansgólfinu gargaði með reglulegu millibili, ég skildi það að sjálfsögðu því að nakti gaurinn var ansi ógurlegur ásýndar. Ég dró mig í hlé en kom aftur síðar og var ekki búinn að vera lengi þegar allir fóru að æpa og garga aftur og engan Ísfeld að sjá. Ekki virtist vera nein regla á garginu og ekki nein ákveðin tóntegund sem gargað var í.
  Hvað var í gangi?
  Ég hef ekki komið norður í nokkurn tíma og ekki lent í þessu áður og fór því að spá hvort þetta væri ný aðferð til að hræða aðkomumenn í burtu.

  P.s. Ég mala þessa stökkkeppni á næsta ári.

  #47842
  0704685149
  Member

  Sæll
  Það er nú frábært að þið hafið skemmt ykkur vel á Telemarkhátíðinni.

  Og vonandi ertu að lesa þér til um Akureyri…því við munum hafa spurningarkeppni um Akureyri næst.

  Þið tókuð flott á því í stökkkeppninni, verið nú duglegir að æfa ykkur og breiða út boðskapinn hvað fólk missti af.

  Það er einnig leitt að heyra að þú fílir ekki DJ. Grétar…okkur Böbba finnst hann bestur.
  Það var greinilegt að hópurinn fílaði hann einnig því flestir voru á Amor, þannig að meirihlutinn réð…
  En satt besta að segja þá tókum við ákvörðun um það að skipta okkur ekki af tónlistarvali skemmtistaðana um síðustu helgi…á svona rölti þá tvístrast hópurinn alltaf.

  En við söknuðum ykkar ásamt fleirum á sunnudagsmorguninn.

  Sjáumst að ári og vonandi fyrr.

  Með kveðju
  Bassi

  #47843
  Goli
  Member

  Þökkum ykkur norðanmönnum fyrir frábæra helgi, þetta var snilldin ein !!!!

  Kveðja,

  Góli og Maggý

  P.S. rauðhausar og skeggapar mega passa sig…..við hefnum okkar að ári….

  #47844
  3006774879
  Member

  Team Árbær vill þakka fyrir flott mót ,flott veður og allan pakkann þetta var snilld …..biðjum að heilsa Norður

  #47845
  3103763299
  Member

  Við þökkum Böbba, Bassa og Kristínu fyrir frábært festival.

  Kveðja
  Hlynur og Brynja

  #47846
  1709703309
  Member

  Um helgina sá ég nokkra telemarkara í ansi druslulegum Nóatúnsbolum. Veit einhver hvar maður getur fengið svona gefins. Held nefnilega að þeir gætu verið ansi góðir í tuskur.

  Þakka þremenningunum fyrir góða helgi.

  Kv.
  Stebbi flýgur lágt og stutt

  #47847
  3006774879
  Member

  við vitum allveg að það eru fleiri en þú sem eru abbó Stebbi minn …

  Áfram FYLKIR

  #47848
  1705655689
  Member

  Þakka norðan fólkinu frábæra helgi, myndir frá festivalinu vel þegnar (ba@verksud.is) til að birta á telemarkvefnum. Ég vil minna á mótið sem Kalli ætlar að standa fyrir um páskanna í Hlíðarfjalli, gott framtak. Einnig er vilji fyrir slúttmóti í endaðan apríl hér fyrir sunnan en það verður að ráðast af snjóalögum. Til að svara hippigimpinu þá er telemarksíðan einstaka sinnum uppfærð (ekki oft en verður vonandi oftar, stundum þarf að ýta á Crtl/F5 til að síðan uppfærist).

Viewing 13 posts - 1 through 13 (of 13 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.