Re: svar: Ársritið

Home Umræður Umræður Almennt Ársritið Re: svar: Ársritið

#47922
1709703309
Meðlimur

Var í Skútuvoginum í gær og rakst á nýja ÍSALP ritið í allri sinni dýrð. Verð nú að viðurkenna að hingað til hef ég ekki áttað mig á því hversu gríðarlega mikið er af upplýsingum í Fréttapistlinum og hversu mikil vinna hlýtur að liggja í samantektinni yfir allar nýjar leiðir sem eru lagðar á árinu. Einnig að halda utan um þær upplýsingar um hvað félagar eru að gera um víðan völl. Leist vel á blaðið hlakka til að fá það í pósti og lesa það spjalda á milli. Sérstaklega var skemmtileg ein opnu „centerfold“ mynd af fyrrum stjórnarmeðlim, meira af svoleiðis.

Til hamingju ritnefnd þið hafið unnið ykkur inn leyfi til að fara norður í Hrafnsfjörð um Páskana.

Með kveðju,
Stefán Páll