Ársritið

Home Forums Umræður Almennt Ársritið

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #45703
  Ólafur
  Participant

  Gleðifréttir.

  Eftir langa meðgöngu er ársritið er fætt og snepillinn er hinn glæsilegasti. Blaðið er ríkulega hlaðið myndum og greinum og er allt litprentað.

  Blaðið fer í póst til þeirra sem greitt hafa árgjaldið í dag eða á morgun.

  Nú er bara að halda kúrsinum, rétta blaðið af, og koma nýju blaði út hið fyrsta!

  #47920
  Jón Haukur
  Participant

  Ársritið var sett í póst núna kl 1400 og lofuðu dömurnar á pósthúsinu því að blaðið kæmi til viðtakenda á morgun, nema ef vera kynni til Grímseyjar.

  Það fóru hins vegar aðeins um 120 eintök út í þessari lotu. Það er frekar slappt þar sem að mikil meirihluti þeirra voru til styrktaraðila, það er að segja til áhugamanna um fjallamennsku sem starfa lítið sem ekkert innan klúbbsins en vilja gjarnan styðja starfsemina, sem er mjög gott mál. Annað er að það vantaði á listann ansi mörg nöfn sem láta iðulega sjá sig á mannamótum tengdum klúbbnum og tjá sig oft og iðulega hér á vefnum. Mín skoðun er að þetta er prinsipp mál fyrir alla fjallmenn sem taka sportið alvarlega að vera aðilar að samtökum eins og ísalp og borga árgjaldið…..

  gleðilega páska

  jh

  #47921
  0311783479
  Member

  Ég er hjartanlega sammála Jóni Hauki með að það er skylda okkar að hlúa að klúbbnum með því að vera félagar, árgjaldið er ekkert til að vera býsnast yfir.

  #47922
  1709703309
  Member

  Var í Skútuvoginum í gær og rakst á nýja ÍSALP ritið í allri sinni dýrð. Verð nú að viðurkenna að hingað til hef ég ekki áttað mig á því hversu gríðarlega mikið er af upplýsingum í Fréttapistlinum og hversu mikil vinna hlýtur að liggja í samantektinni yfir allar nýjar leiðir sem eru lagðar á árinu. Einnig að halda utan um þær upplýsingar um hvað félagar eru að gera um víðan völl. Leist vel á blaðið hlakka til að fá það í pósti og lesa það spjalda á milli. Sérstaklega var skemmtileg ein opnu “centerfold” mynd af fyrrum stjórnarmeðlim, meira af svoleiðis.

  Til hamingju ritnefnd þið hafið unnið ykkur inn leyfi til að fara norður í Hrafnsfjörð um Páskana.

  Með kveðju,
  Stefán Páll

  #47923
  1709703309
  Member

  Missteig mig áðan á lyklaborðinu. Það átti að vera Hvalvatnsfjörður sem ritnefndin má fara í.

  Góðar stundir,
  Stebbi

  #47924
  0704685149
  Member

  Ársritið barst í morgun með mjólkurbílnum hingað norður fyrir heiðar. Stórglæsilegt rit.

  Þegar ársritið er sent á ,,styrktaraðila” fer það ekki líka á aðra klúbba og ,,félagskapa” s.s. framhaldsskóla, ferðafélög og stærri Björgunarsveitir út um land allt. Þar sem hægt er að smala mannskap í klúbbinn. Hægt að senda með ársritinu C-gíróseðli og þá er mönnum frjálst að eiga blaðið og styrkja okkur um leið. Síðan er hægt að sjá hvaða félög borguðu og senda þeim aftur ári seinna eða hringja og spyrja. Það vita ekki allir að ISALP sé til því það er ekki sagt frá ÍSALP í Bændablaðinu eða álíka blöðum.

  Auðvita má útfæra þessa markaðssetningu á annan hátt.

  Ég bara spyr?

  Kveðja
  Jón Marinó

  #47925
  Jón Haukur
  Participant

  Einhvern tíman á fyrri hluta tíunda áratugarins þegar ég vann fyrir mér sem siðapostuli á vegum framsóknarfélagsins landsbjargar þá var öllum björgunarsveitum sem ég heimsótti troðið í klúbbinn. Það var ánægjulegt að sjá á listanum í gær að margar af þessum sveitum eru ennþá áskrifendur. Reyndar vantaði björgunarsveitina á ólafsfirði og hef ég böbba grunaðan um að hafa skráð sveitina úr klúbbnum til að eiga fyrir flottara glíngri. Þrátt fyrir það er þetta takmarkaður fjöldi af björgunarsveitum sem kaupir blaðið og mætti gjarnan gera markaðsátak gagnvart þeim eins og bassi bendir réttilega á. Eins er mikilvægt að aðilar innan klúbbsins reki áróður gagnvart félögum sínum í björgunarsveitunum fyrir nauðsyn klúbbsins….

  að eilífu ekki amen

  #47926
  2005774349
  Member

  Ritnefnd á hrós skilið fyrir velunnið og óeigingjarnt starf við að koma þessu líka flotta blaði út.
  Til hamingju ritnefnd.
  Þið eigið inni kaffibolla hjá mér fyrir austan og jafnvel eitthvað úti einhverja góðveðurshelgina fyrir austan í sumar (en það verður víst nóg af þeim).

  Kveðja frá Hjalta R. el Monstruo Guðmundssyni.

  #47927
  1506774169
  Member

  Jæja ísalparar. Til hamingju með ársritið. Þetta er mögnuð og skemmtileg lesning og mætti segja mér að hún kæmi mörgum brölturum í fíling til að gera eitthvað um helgina. En annars, ég verð að koma með smá leiðréttingu á bæklingnum. Á blaðsíðu 65 er mynd frá Vaðalfjöllum í Þorskafirði sem eru beint fyrir ofan Bjarkarlund. Það stendur nefnilega undir myndinni að þetta séu Reiphólsfjöll í Þorskafirði :). Bara til að hafa staðreyndir á hreinu.

  #47928
  1704704009
  Member

  Óska öllum hlutaðeigandi til hamingju með ritið án þess að hafa séð það. Trúi bara vitnisburði hinna sem hafa gert það. Eins gott að drullast líka til að borga þetta árgjald.

  Hefur annars enginn tjáð sig um Skessuhorn um síðustu helgi og óskað Ívari til lukku með Norðurfésið? Hann einfór fésið. Undirrituðum þykir það nú bara vel gert.

  #47929
  Anonymous
  Inactive

  Hvernig er það, Er Palli farinn að klifra með hvítan hjálm(sjá ársritið!!!!) Bara að stríða he he

Viewing 11 posts - 1 through 11 (of 11 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.