Re: svar: 55°

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur 55° Re: svar: 55°

#49329
2806763069
Meðlimur

Is piss, við atvinnuklifrarar gefum bara skít í þetta og förum bara að klifra allan daginn.

Reyndar man ég til þess að einhverjir hobbý klifrarar reyndu að fara Þilið eftir vinnu, tókst reyndar ekki vegna þess að Petzl klikkaði en samt helv. góð tilraun.

En þetta var í gamla daga þegar menn voru harðir og reyndu að keppast um að vera harðari en allir hinir. Þá var nú gaman að lifa!

Undanfarar voru alvöru kallar sem maður leit upp til, Dagur fékk póstinn sinn sendan í Glymsgil, menn mættu á alpaklúbbsgleði drukku vel og hlupu svo naktir um bæinn eða merktu einhvern með hnefaförum. Sumir voru svo harðir að það þurfti girðingarstaur úr járni til að berja á þeim og samt mættu þeir í vinnuna á mánudegi og klifuðu Grafarfossinn með höfuðljós á þriðjudagskvöldum.

Kunni reyndar ekki alltaf að meta þetta þá en ekki laust við að ég sakni þess stundum. Ekki skrítið að ég sé svona skemmdur!

Hardcore með nostalgíu tár á vanga.