Re: Re:Svarti turninn í Búahömrum

Home Umræður Umræður Klettaklifur Svarti turninn í Búahömrum Re: Re:Svarti turninn í Búahömrum

#54378
1908803629
Participant

Fyrir rúmri viku fór ég „misheppnaða“ leið upp „svarta turninn“ með Himma þar sem kom í ljós að við fórum upp rauða turninn, í stað þess svarta… Passlega kjánalegt það en ég græddi þó klifur upp Rauða turnin sem ég hefði annars beðið með.

En nú í morgun tókst mér loks að hitta á réttu leiðina með Ödda og hafði virkilega gaman af turninum svarta. Það kom þó á óvart hvað hún var í raun auðveld þar sem að þessar fimm-áttur eru ívið auðveldari en fimm-átturnar á Hnappavöllum. Þó er 5.7 og 5.8 líklega lýsandi miðað við annað á Íslandi en svo undirgráðuð ef borið saman við útlöndin…

Önnur og fjórða spönn voru prýðisgóð skemmtun og sú fyrsta fín upphitun, hafði þó ekkert sérstakt skemmtanagildi.

Þakka vel fyrir nýja leið og endurboltun á Rauða turninum, báðar leiðir þrælfínar en ef ég ætti að gera upp á milli þá held ég að Rauði turninn sé skemmtilegri, enda ívið erfiðari.

P.S. ég fann BD tvist og sling með tveimur ólæstum karabínum í fyrsta stans. Ef einhver saknar þeirra þá getur eigandinn hringt í 824-5846