Re: Re:Svarti turninn í Búahömrum

Home Umræður Umræður Klettaklifur Svarti turninn í Búahömrum Re: Re:Svarti turninn í Búahömrum

#54367
Freyr Ingi
Participant

Ég og Raggi fórum svarta turninn í kvöldblíðu gærdagsins. Notalega stund áttum við þar ásamt þeim 4 öðrum sem voru í leiðinni þegar við okkur bar að.
Ekki náðum við þó að greina hverjir voru þar á ferð en sáum á því hvar þeir lögðu bíl sínum að bestu aðkomu hefur kannski ekki verið nægilega vel lýst.

Aðkoma: Beygið inn á bílastæði við Esjurætur að Mógilsá (þar sem gengið er af stað á Esjuna).
Í stað þess að keyra inn á malbikað bílastæðið er strax beygt útaf til vinstri og inn á malarslóða sem liggur í fyrstu upp í hlíðina en sveigir fljótlega og verður samsíða þjóðveginum. Þessi slóði er keyrður alla leið þangað til maður er staðsettur ofan við malarvinnsluna (flatus lifir). Þar er mál til komið að leggja bíl sínum og fara fótgangandi í átt að klettunum. Sama leið er farin til baka.

Góðar stundir,

Freysi