Re: Re:Klifur á morgun – Sumardaginn fyrsta

Home Umræður Umræður Klettaklifur Klifur á morgun – Sumardaginn fyrsta Re: Re:Klifur á morgun – Sumardaginn fyrsta

#55394
SkabbiSkabbi
Participant

Vetur og sumar frusu saman í Stardal í gær en það kom ekki að sök enda hlýnaði hratt undir klettunum í sólinni. Klifur var með besta móti og ekki spillti útsýnið yfir gosmökkinn frá Eyjafjallajökli.

Óli rogaðist með duffelbag úttroðinn af matvælum upp brekkuna, hélt Tupperware kynningu fyrir okkur í matarpásunni á meðan hann smjattaði á baguette með 4 tegundum af ostum, Chorizo Extra, ansjósufylltum ólífur, súrsuðum smálaukum og rækjusalati.

Góður dagur á fjöllum, fóru aðrir út að leika?

Allez!

Skabbi