Home › Umræður › Umræður › Skíði og bretti › Telemarkfestivalið › Re: Re: Telemarkfestivalið

Þetta var mikil snilld og full ástæða til að þakka öllum sem komu að skipulagningu og framkvæmd ásamt veður og púðurguðunum.
Við lentum í því óhappi að missa eitt par af gönguskíðum í skíðapoka af bílþakinu á veginum við skíðaskálann í gær (sunnudag). Skíðapokinn sást á/við veginn í beygjunni fyrir neðan Fjarkann. Ef einhver veit meira um örlög skíðapokans þá yrði ég mjög þakklátur að heyra af því (t.d. í síma 691 5636). Í fundarlaun er einka-session með Team Árbær Telemark á festivalinu að ári.
Og ef einhver er að velta fyrir sér hvernig það gat farið fram hjá okkur að missa skíðapar af þakinu á bílnum þá skýrist það kannski á þessari mynd:
http://instagram.com/p/W9wbyKpNgM/
Ski heil!