Telemarkfestivalið

Home Forums Umræður Skíði og bretti Telemarkfestivalið

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #44912
  0704685149
  Member

  Sæl öll sömul,

  Allt í fullum undirbúningi.
  Endilega skráið ykkur eða sendið mér staðfestingu þannig að ég hafi fjöldann í mat á netfangið: jamrhino@hotmail.com

  – Hlíðarfjall verður opið til kl. 21.00 á föstudagskvöldið. þannig að skíðað verður fram eftir í kvöldljósum.

  – Maturinn um kvöldið verður stórglæsilegur eins og síðast, íslenskt lamb og með því, eins og hjá mömmum.

  Matur á mann kostar 2.900 kr. og geitt við innganginn
  Maturinn hefst upp úr kl. 19:00 eða fljótlega eftir að Après-ski aldarinnar líkur þar sem dj ötzi heldur uppi fjörinu.

  sjáumst í snjónum…

  #58235
  Ólafur
  Participant

  Það stefnir í T-Festival aldarinnar! Aprés-ski nefnd tilkynnir með stolti að samningar hafa tekist við engan annan en sjálfan Hansi Hinterseer um að trylla lýðinn í Hlíðarfjalli. Veðurstofan hefur lækkað næmni skjálftamæla á Norðurlandi eftir kl 15 á laugardaginn. Kýr munu hneggja og hestar baula. Þetta verður eitthvað!

  #58236
  0808794749
  Member

  Ekki seinna vænna en að grafa fram vidjóin og myndasjóin sem hafa verið sett saman undanfarin ár. Svona til að koma fólki í gírinn.

  http://youtu.be/cPYhXsIjCAk

  http://youtu.be/NWHJCEoniVU

  http://vimeo.com/38476481

  http://vimeo.com/20777833

  #58237
  Karl
  Participant

  http://www.youtube.com/watch?v=XfSr2duoQUg

  Á festivalinu verða 4 pör af hinum alræmdum tandem skíðum Nashyrninga

  #58239
  Karl
  Participant

  Þetta árið var það magnað utanbrautarfæri að ekki hvarflaði að nokkrum manni að leggja svigbraut.
  Apre ski við Skíðastaði rótvirkaði, -líka lambið og DJ Ötzi.

  Gott mál.

  #58244
  0704685149
  Member

  Ég vil þakka öllum þeim sem komu á Telemarkfestivalið einnig vil ég þakka þeim sérstaklega sem komu að því að gera þetta mögulegt. Takk öll sömul.

  Takk fyrir góða helgi og enn betra færi og engu er logið með það.

  Local bjórframleiðandinn; Kaldi á hrós skilið að styrkja þyrsta festivalsgesti yfir borðhaldinu.

  Apré ski partýið var stórgott.

  Því miður féll samhliðasvigið niður í ár vegna of góðs utanbrautarfæris.

  Sjáumst sem fyrst á skíðum

  #58245
  Ólafur
  Participant

  Þetta var mikil snilld og full ástæða til að þakka öllum sem komu að skipulagningu og framkvæmd ásamt veður og púðurguðunum.

  Við lentum í því óhappi að missa eitt par af gönguskíðum í skíðapoka af bílþakinu á veginum við skíðaskálann í gær (sunnudag). Skíðapokinn sást á/við veginn í beygjunni fyrir neðan Fjarkann. Ef einhver veit meira um örlög skíðapokans þá yrði ég mjög þakklátur að heyra af því (t.d. í síma 691 5636). Í fundarlaun er einka-session með Team Árbær Telemark á festivalinu að ári.

  Og ef einhver er að velta fyrir sér hvernig það gat farið fram hjá okkur að missa skíðapar af þakinu á bílnum þá skýrist það kannski á þessari mynd:

  http://instagram.com/p/W9wbyKpNgM/

  Ski heil!

Viewing 7 posts - 1 through 7 (of 7 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.