Re: Re: Snjóflóð í Glerárdal

Home Umræður Umræður Almennt Snjóflóð í Glerárdal Re: Re: Snjóflóð í Glerárdal

#58087
Karl
Participant

Þetta með brettadúddana er þekkt viðfangsefni.
Snjóflóðaafföll hefðbundinna fjallaskíðamanna drógust saman þegar á markað komu Ýlar og mikið af lesmáli um snjóflóð og menn urðu varari um sig. Afföllum á ungum brettamönnum hefur stundum verið lýst sem faraldri og því er nokkuð til í því að „þægileg lausn“ sé að bíða þar til þeir eru búnir að testa brekkurnar – það koma sífellt nýjir árgangar brettamanna sem ekki hafa fengið tilsögn um snjóflóðamat. Í því samhengi er fullkomlega rökrétt að segja að „nóg sé til“ og ekki verið að gefa í skyn að þeir séu einskis virði.
Ungir brettamenn eru yfirleitt án tengsla við íhaldsöm batterí á borð við Alpaklúbba og sambærileg samtök sem hafa haft forustu um snjóflóðafræðslu og ungir brettamenn eru yfirleitt í meirihluta þeirra sem skíða off-piste í jaðri skíðasvæðanna.

Aukin brekkugeta vélsleða hefur einnig aukið afföll í þeim hóp en sleðamenn eru þó almennt betur útbúnir en ungir brettamenn og mikið hefur verið um þetta skrifað innan þess hóps.
Ég hef stundum látið vera að skíða undir Hlíðarhrygginn, þangað til að e-h eru búnir að „brjóta ísinn“ -oftast duglegir ungir strákar á brettum, án efa án ýla og líklega ligeglad um snjóflóðahættu.

Held að fæstir skilji fyrra innlegg mitt á þann hátt að ég sé að hvetja til þess að „fíflunum skuli á foræðið etja“.
Þessi póstur er einfaldlega liður í því að miðla upplýsingum um aðstæður og snjóalög og kallaðist á við snjóflóð stuttu eftir mikla ákomu og skafrenning á sama svæði sl vor.

-Svo kann ég mikið betur að meta kaldhæðni en pólitíska rétthugsun.