Re: Re: Snjóflóð í Glerárdal

Home Umræður Umræður Almennt Snjóflóð í Glerárdal Re: Re: Snjóflóð í Glerárdal

#58094
0311783479
Meðlimur

Margur hefur fengið ofan í gjöf frá Kalla og flestir risið upp á ný – jafnvel sterkari fyrir vikið.
Vefskjall alpaklúbbsins hefur ekki oft á tíðum verið vettvangur „faglegrar“ umræðu, þar sem fæst erum við nú fagmenn. Meira hefur verið um að fróðleik sé miðlað með góðlátlegu grín-ívafi

Boðskapurinn er nú nokkuð mikilvægur:
i)velta fyrir sér aðstæðum áður en hleypt er á skeið
ii)Bera sig eftir þekkingu, til eru namskeið, bækur osfv.
iii)Nýta þekkingu og rökhugsun til að geta með upplýstum hætti ákveðið að fara „út að leika“
iv) Vera rétt útbúinn með „trínitatus“ (skófla, ýli og stöng) meðferðis
v)“Hægt af stað farið, hratt í hlað komið“ hefur virkað fyrir mig og fleiri geri ég ráð fyrir.

Hins vegar er það nú þannig að vera á ferli í snæviþökktum fjallasal er ekki áhættulaust, hver og einn verður að gera upp við sig hvar „risk / reward“ hlutfallið liggur. Því það er eins misjafnt og við erum mörg.

„Með kaldhæðni skal þorrann þreygja“

Gleðilegt nýtt ár!
HG

ps. Hér í ofuríhaldsömu mið-evrópu þá eru menn jafnvel farnir að útvíkka „trínitatus“ yfir í „trínitatus +1“, þá með ABS sprengi-loftbelg meðferðis. Þó er páfinn enn á móti smokkum…