Re: Re: slys í múlafjalli

Home Umræður Umræður Almennt slys í múlafjalli Re: Re: slys í múlafjalli

#58048
1811843029
Meðlimur

Gott kvöld kæru félagar

Ég hef ekki nákvæmar upplýsingar um hvað gerðist í Múlafjalli í dag en eins og fram kom í fréttum þá virðist vera að klifrarinn hafi losað grjót og fallið við það.

Sá sem datt er félagi í Ísalp en kannski best að leyfa honum sjálfum að nafngreina sig ef hann vill. Vonandi fáum við að heyra frá honum sjálfum hvað gerðist til að allir geti lært af því og þannig komið í veg fyrir slys í framtíðinni.

Ég óska klifraranum skjóts og góðs bata!

Atli Pálsson
Formaður Ísalp