Re: Re: Ísfestivalsflopp

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísfestivalsflopp Re: Re: Ísfestivalsflopp

#57532
0311783479
Meðlimur

Björk hittir naglan á höfuðið, annað hvort vera flex með dagsetningu eða „show must go on“.

Fólk hefur vissulega mismunandi forsendur og sumir klifra í öllum aðstæðum, aðrir bara í sól. Festivalið hefur um herrans háu tíð verið hápunktur vetrarins, þar koma menn saman, oft á ókönnuðum slóðum, borða kjötsúpu, segja sögur og oft kynnast nýju fólki. Ekki láta forna hefð niður falla þó það séu ekki einmuna aðstæður. Í kílómetrum talið er jú lengra á Ísafjörð en t.d. Haukadalinn, en flestir eru nú ekki að hengja sig í klifraðirMetrar:keyrðirMetrar hlutfallið þegar kemur að ævintýradegi á fjöllum og etv. frumferð.

Festivalið 2004 á Ísafirði var hin besta skemmtun, þó að það hafi fallið snjóflóð og fyrir Guðs mildi fór ekki illa, þá skiptu menn um gír og fóru á svæði þar sem hættan var minni. Sunnudagur undir Óshlíðinni í ródsæd aksjóni með búmboxið í trukknum hans SIssa á góðu blasti gulltryggði góðar minningar. Ekki síðri voru sögurnar hans Olla yfir pítsu á laugardagskvöldinu!

Ég hef oft sagt við þá sem nenna að hlusta að Íslendingar eru einstaklega góðu vanir þegar kemur að vetrarklifri. Þegar ég fluttist til Skotlands, þá víkkaði sjóndeildarhringur minn varðandi hvað teljast „klifranlegar aðstæður“ bæði með tilliti til veðurs og ís/snjós. Freysi, Andri og Stebbi upplifðu þessa víkkun þegar þeir syntu upp Vanishing Gully á Ben Nevis í fyrra.

leiter
Halli
[attachment=405]IMG_1181.jpg[/attachment]

[attachment=405]IMG_1181.jpg[/attachment]