14. september, 2012 at 17:33
#57867

Participant
Get tekið undir hvert orð hjá Skabba og reyndar allt það sem ég skrifaði sjálfur um Glymsgilsbrölt.
Svona gerist þegar maður skiptir um bíl á síðustu stundu og pokinn með skíða-hjóla-og -klifurhjálminum varð eftir í jeppanum.
Ég gerði bara eins og Ólafsfirðingar gerðu í denn, -þar sem að vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla var stórhættulegur, -þá keyrðu þeir alltaf eins hratt og þeir gátu fyrir Múlann!
Eg var ekkert að drolla á þessu ferðalagi yfir nýhrunið eggjagrót -en ekkert hafði þó rignt í sólahring þegar við vorum á ferðinni.
En helvíti, -maður snýr ekki við þegar maður á svona vel þæfða lopahúfu og appelsínugulan ofurhetjusamfesting!