Glymsgil

Home Forums Umræður Almennt Glymsgil

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46444
    1908803629
    Participant

    Það hvíslaði því að mér einn Björgvin að það væri ekki nóg að setja myndir og video af ævintýrum á Facebook… að heimildirnar ættu jú erindi á síðu okkar fjallamanna.

    Því deili ég hér með ykkur vídeói sem Palli Sveins tók saman af ferð nokkurra spekinga upp Glymsgil síðustu helgi. Kannski á grennsunni að falla undir fjallamennsku en vissulega eitthvað sem flestir Íslaparar hefðu gaman að.

    Heilmikið vatn og enn meiri skemmtun!

    http://youtu.be/1TKpXPRmdP8

    P.S. ég kann ekki að setja vídeóið inn í póstinn…

    #57862
    Skabbi
    Participant

    Gott hjá þér að deila þessu Ágúst!

    Mikið var gaman að sjá Kalla Ingólfs þvælast um Glymsgil í úrhellisrigningu með hvíta lopahúfu sér til varnar. Slíkur hlífðarfatnaður hefur ekki endilega þótt til fyrirmyndar í gegnum tíðina, en við vitum nú öll hvernig tízkan breytist. Eitt sinn álpaðist Dísa vinkona mín hálfa leið inn í Glymsgil að vetri til með hvíta lopahúfu á kollinum. Blessunarlega voru þá til reyndir menn sem gátu lagt henni, og öðrum, lífsreglurnar. Mér er því bæði ljúft og skylt að deila þessum vísdómi fortíðarinnar með Kalla, og öðrum.

    Karl Ingólfsson wrote:
    Skrifað 23 jan 2007 18:27

    Alltaf gaman að sja myndir úr Glymsgilinu.

    Mest athygli mína vakti hinsvegar “fáklædda” ljóskan.

    Ég hef ekki getið mér orð fyrir að vera bokstafstrúar eða staðlaða ferkanntaða hugsun.
    Það er t.a.m. eingöngu í örfá skipti sem ég hef haft fyrir því að skíða með hjálm og þá hefði maður sjálfsagt átt að láta það ógert að skíða…. Í önnur skipti hefði maður án efa átt að notað skíðahjálm en gerði það ekki.
    Á skíðum er það hinsvegar svo að maður stjórnar áhættunni nokkuð sjálfur með hraða og leiðarvali.

    Glymsgil er hinsvegar þannig að það eina sem maður stjórnar þar sjálfur er hvort, og þá við hvaða aðstæður, maður fer inn í gilið. Náttúrulegt hrun á grjóti og ís er random og hrein tilviljun hvar næstu hraðsendingu ber niður.
    Ég og fleiri hafa upplifað tilviljanakennt hrun á grjóti og ís á frostköldum sólarláusum dögum í Glymsgili. Aðstæður sem maður telur eins öruggar og þær geta frekast orðið.

    Ég efast um að nokkurstaðar annarsstaðar þar sem menn stunda fjallamennsku á Íslandi sé meiri ástæða til að vera með hjálm, heldur en á göngu eftir Glymsgilinu.

    Sumt af því sem komið hefur niður mjög nálægt mönnum í Glymsgili hefur auðvitað verið á það mikilli ferð að hjálmur skiptir svo sem engu máli.
    Það er samt e-h svo kjánalegt að vera ekki með hjálminn á kollinum einmitt þarna….

    Svo mörg voru þau orð!

    Skabbi – kominn í háa söðulinn

    #57864
    Sissi
    Moderator

    Hahahahahahahahahaha!

    #57865
    Páll Sveinsson
    Participant

    Skabbi. Hrein snild.
    kv. P

    #57866
    2301823299
    Member

    Hahaha, snilld að grafa svona gullkorn upp í þessu samhengi!

    #57867
    Karl
    Participant

    Get tekið undir hvert orð hjá Skabba og reyndar allt það sem ég skrifaði sjálfur um Glymsgilsbrölt.
    Svona gerist þegar maður skiptir um bíl á síðustu stundu og pokinn með skíða-hjóla-og -klifurhjálminum varð eftir í jeppanum.
    Ég gerði bara eins og Ólafsfirðingar gerðu í denn, -þar sem að vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla var stórhættulegur, -þá keyrðu þeir alltaf eins hratt og þeir gátu fyrir Múlann!

    Eg var ekkert að drolla á þessu ferðalagi yfir nýhrunið eggjagrót -en ekkert hafði þó rignt í sólahring þegar við vorum á ferðinni.

    En helvíti, -maður snýr ekki við þegar maður á svona vel þæfða lopahúfu og appelsínugulan ofurhetjusamfesting!

    #57868
    0801667969
    Member

    Snilld hjá Skabba. Kalli tekinn í bólinu þarna vægast sagt. Eða var hann að kasta steini úr glerhýsi?

    Hann hefði reyndar getað bjargað sér með því að „stinga hausnum í steininn“ ef einhver hefði „kastað grjóti úr steinhúsi“ eins og Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknar orðaði þetta eftirminnilega á hinu hæstvirta Alþingi nú nýlega.

    Er Kalli í Framsókn?

    Kv. Árni Alf.

    #57869
    Páll Sveinsson
    Participant

    Rakst á þetta glóðvolgt.

    #57872
    0808794749
    Member

    Skabbi með sagnfræðina á hreinu ;)

    Eitt af því besta en jafnframt líklega eitt af því heimskulegasta sem ég hef gert var að fara á hotpants og bikinitopp alla leið inn Glymsgil og nánast undir fossinn.
    Á svona stað er yfirleitt frekar heimskulegt að vera á ferðinni (hvort sem er með hjálm eður ei), en upplifunin er kannski því magnaðri.

Viewing 9 posts - 1 through 9 (of 9 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.