Re: Re: Bratti-einu sinni enn.

Home Umræður Umræður Almennt Bratti-einu sinni enn. Re: Re: Bratti-einu sinni enn.

#56422

Já það væri synd ef Bratti hyrfi. Vona að Ísalp eigi skála á svæðinu sem lengst.

Einn mætur maður var á ferð þarna fyrir nokkrum dögum og sagði að ástandið væri ekki eins slæmt og hann hefði haldið og taldi vel hægt að lappa upp á garminn. En það þyrfti að huga að stögunum sem væru vel slök. Spurning um að þetta sé skoðað vel og metið af þeim sem hafa verulegt vit á. Já og Gutti kemur fyrstur upp í hugann.

p.s. Ætlar nýi formaðurinn bara að vera andlitslaus? Er ekki málið að fara fá sér mynd í prófílinn?