Bratti-einu sinni enn.

Home Forums Umræður Almennt Bratti-einu sinni enn.

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #47375
  2208704059
  Member

  Ég óska nýjum formanni til hamingju með titilinn og vona að nýrri stjórn muni farnast vel.
  Veit einhver hvar Brattamálið er statt?
  Hafa menn einhverja stefnu, að eiga, að eiga ekki, láta grotna, reyna að laga, brenna þann gamla, byggja nýjan?
  Heyrði utanaðmér að Valli og Gutti væru komnir í grunnskoðunarnefnd.

  Hvað finnst félögum almennt? Á ÍSALP að eiga þetta hús áfram eða láta skálann frá sér?

  Bara svona til að það sé talað um eitthvað annað en ísklifur.

  Kveðja: Hlynur Sk.

  #56420
  1811843029
  Member

  Hvað nýja stjórn varðar höfum við falið nokkrum mönnum að skoða stöðuna á Bratta. Í framhaldi af því munum við leita eftir tillögum að framtíð skálans.

  Ný stjórn þarf auðvitað eitthvern tíma til að átta sig á stöðu allra mála en ég tek undir með Hlyn að gaman væri heyra skoðun félaga á málum Bratta.

  Kveðja,

  Atli Páls.

  #56421
  Sissi
  Moderator

  Þetta er snilldarstaður til að eiga skála. Ekki spurning.

  Ég fór uppeftir og tók fullt af myndum og vídjó fyrir skálanefnd haustið 2009, ég held að það sé engin spurning að brenna kvikindið og byggja nýtt. Það er hinsvegar alveg ljóst að það er ekki hægt að gera meiri ávöxtunarkröfu til svona verkefnis en að leiga standi undir viðhaldið og sprittkertum svo menn þurfa að taka hressilega á því í styrkjum.

  Annars segi ég bara: Gutti ræður. Gutti veit best. Langbest.

  Sjáið bara hvað Tindfjallaskáli er ótrúlega mikil völundarsmíð og klúbbnum til sóma.

  Mínir tveir aurar.
  Sissi

  #56422

  Já það væri synd ef Bratti hyrfi. Vona að Ísalp eigi skála á svæðinu sem lengst.

  Einn mætur maður var á ferð þarna fyrir nokkrum dögum og sagði að ástandið væri ekki eins slæmt og hann hefði haldið og taldi vel hægt að lappa upp á garminn. En það þyrfti að huga að stögunum sem væru vel slök. Spurning um að þetta sé skoðað vel og metið af þeim sem hafa verulegt vit á. Já og Gutti kemur fyrstur upp í hugann.

  p.s. Ætlar nýi formaðurinn bara að vera andlitslaus? Er ekki málið að fara fá sér mynd í prófílinn?

  #56423
  Sissi
  Moderator

  Ég hugsa nú að það væri gáfulegt að ná saman góðum hóp um þetta eins og síðast, var kannski meira að meina að ég held að menn eins og Gutti viti alveg hvað sé gáfulegt að gera í málinu, hafa reynsluna til að taka svona ákvörðun.

  Sjálfur hef ég ekki hundsvit á smíðum, þó að ég geti svo sem neglt dót saman ef einhver segir mér það (og passar þá að slasa sig ekki – Gísli, ha, ekki vera fyrir). En gut-feeling segir mér að það sé nú örugglega minna mál að byggja nýtt en að drösla Bratta til byggða og aftur heim. Enginn vegur t.d. svo ein ferð á snjó er klárlega betri en tvær, ef það kemur þá einhvern tíman snjór þarna. Þurfum líka að gá að því að þarna eru engin söguleg verðmæti sem við þurfum að spá í.

  Að öðrum kosti er hægt að lappa eitthvað upp á hann en bendi á að hann er skakkur á grunninum, engin kamína, gat á þakinu, allt músétið, fúinn svo að það er hægt að tína hliðarnar í sundur osfrv. Lítur amk. ekki efnilega út fyrir mitt óþjálfaða auga

  Sissi

  https://picasaweb.google.com/sekkur/Bratti?authkey=Gv1sRgCKGum-zvns6l_gE#5375921395695302882

  *nokkrar myndir og vídjó (#56), kannski er hægt að redda þessu en það þyrfti að gera það nógu vel til að fólk langi þarna uppeftir. Maður spyr sig hvort þetta sé ekki bara tækifæri til að byggja aðeins rýmra hús og geta sinnt nýliðahópum og öllu þessu brattgengis- /fjallaskíðaliði sem er byrjað að skunda til fjalla.

  #56425
  Freyr Ingi
  Participant

  Hæ,

  á aðalfundinum var rætt um að koma af stað Brattanefnd líkt og þeirri sem sér um Tindfjallaskála. Þeir sem sitja í þeirri nefnd eru:
  Freyr Ingi, Guttormur, Tryggvi Stefánsson og Valli.

  Áhugamönnum um Bratta er að sjálfsögðu velkomið að bætast í hópinn og hér með bent á að hafa samband við Tryggva til þess. (tryggs@gmail.com)

  Markmiðið með nefndinni er í stuttu máli að ganga þannig um hnútana að Ísalp eigi skála í Botnssúlum sem sómi er að lokki þannig til sín fjallamenn.

  Ætlunin er að fara í ástandsskoðun á Bratta um helgina og strekkja á stögum og sinna smávægilegu viðhaldi.

  Í kjölfarið mun nefndin í samstarfi við stjórn Ísalp svo leytast við að finna heppilega lausn fyrir skálann okkar í Botnssúlum.

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.