Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › 55° › Re: Eyjafjöllinn
21. janúar, 2005 at 17:55
#49342
2806763069
Meðlimur
Var að koma undan Eyjafjöllunum og það er fullt af ís. Paradísarheimtin í góðum aðstæðum og glitir í fallega fossa út um allt.
Annars fór ég á Eyjafjallajökul með Hauki litla skrópagemmling og stærðfræðiséní og þaðan er það að frétta að hægt er að skíða viðstöðulaust af toppnum og niður í bíl. Sem sagt góður dagur á fjöllum.
Svo skal ég reyna að vera góður í framtíðinni, það er bara svo fjandi erfitt og ekki nánda næri eins skemmtilegt.
kv. Skicore
P.s. ef þið farið upp þá eru rassbremsuförinn í brekkunni mér alls óviðkomandi og ég skil bara ekki í því hvernig þau komust inn á slóðina okkar.