(Icelandic) Bréf til Alpaklúbbsfélaga

Sorry, this entry is only available in Icelandic. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

(English below)
Kæru félagar!

Við sendum ykkur hér með félagsskírteinin fyrir árið 2016. Auk þess að fegra og lífga upp á hversdagsleg kortaveski, veita skírteinin afslátt og vildarkjör hjá fjölda fyrirtækja. Nánari upplýsingar um afslætti má finna á heimasíðu klúbbsins, undir liðnumFréttir.

Starf klúbbsins er annars með líflegra móti um þessar mundirnar. Ísklifurfestival klúbbsins var haldið í Kaldakinn í febrúar og tókst gríðarvel og stefnt er að fjallaskíðaviðburði í apríl. Að vanda verður svo fjallakvikmyndahátíðin Banff haldin í maí. Á nýju vefsíðu klúbbsins (www.isalp.is) er kominn upp öflugur gagnagrunnur yfir ís- og alpaklifurleiðir á Íslandi og hafa nú þegar verið skráðar tæplega sjöhundruð leiðir!  Á síðunni birtast fréttir úr starfinu og á spjallborði fara fram líflegar umræður sem vert er að kíkja á reglulega.

 

Ef þig langar að leggja þitt af mörkum í starfi klúbbsins eða koma erindi á framfæri er sjálfsagt að senda tölvupóst á stjórn klúbbins:stjorn@isalp.is

 

Fyrir hönd stjórnar Íslenska Alpaklúbbsins,

Helgi Egilsson, formaður.

Dear members!

We are happy to send you your new Icelandic Alpine Club membership cards for the year 2016. In addition to looking pretty in your wallet these cards give you discounts and special offers with numerous stores and companies. More information about these offers can be found on the clubs website under the News category.

The Icelandic Alpine Club has had a busy year. The annual ice climbing festival was held in Kaldakinn last February and was a great success and we are planning to host a backcountry skiing event in April. As usual the Banff mountain film festival will be held in May. On the clubs new website (www.isalp.is) one can find a powerful database of ice and alpine climbing routes in Iceland which already features nearly 700 route descriptions! On the website one can also find regular news updates of the clubs work and an active member forum with lively conversations which are worth following.

If you would like to participate in the clubs work or if you have any suggestions then we would love to hear from you. Please email us at stjorn@isalp.is

Best regards,

The Icelandic Alpine Club