3 related routes

Gvendur níski WI 3

Mynd óskast

Þegar er ekið er áleiðis til Þorlákshafnar frá Hveragerði eru réttirnar á hægri hönd, rétt neðan við hringtorgið hér við Hveragerði.

Fyrir ofan Ölfusréttir utan í Hellisheiði í Árnessýslu þann 27. desember 1998. Leiðin liggur fyrir ofan bratta ísbrekku en þar er 10 m hátt ísþil með lóðréttum kafla efst. Þar tekur síðan við mosabrekka. Leiðin er um 50 m,

FF: Einar R. Sigurðsson og Bárður Arnason

 

Typpið WI 3

Leiðin er syðri rauði hringurinn á myndinni staðsett í Hrafnagili í Reykjafjalli, bláa línan er akstursleið. Hentug sem byrjendaleið

 

Píkan WI 3

Betri mynd óskast.

Leiðin er staðsett í Stigagili í Reykjafjalli við Hveragerði

Á myndinni eru bláu línurnar keyrsluleiðir og rauðir hringir eru klifurleiðir. Leiðin sem er merkt inn norðar á myndinni er Píkan

Skarphéðinn og Ívar skrifuðu grein sem birtist í ársriti Ísalp 2007 sem mynnist á þessa leið. Klausan um greinina hljómar svo:

,,Sprungan” ofan vid Hveragerdi í hlíðinni austan vid Hveragerði er ad finna fyrirtaks byrjendaleið med þægilegri aðkomu. Ekki vitum við í ritnefnd til þess ad hún beri skráð nafn en höfum heyrt talað um hana sem ,,Sprunguna”. Stingum við hér med upp á ad það nafn verði viðhaft um leiðina héreftir. Best er ad aka upp ad Garðyrkjuskála Ríkisins og leggja í nágrenni við  hann. Eftir það er gengið upp með augljósum lækjarfarvegi í fjallshlíðinni. Efst í farveginum er fossinn. Hægt er að sjá móta fyrir læknum og fossinum þegar ekið er niður Kambana. Fossinn er um 40-50m langur, 3. gráðu. Ef hann er á annað borð frosinn ætti ísinn að vera auðtryggjanlegur þó að hann geti verið morkinn efst. Í miklu fannfergi má gera ráð fyrir að efsti hlutinn sé
eingöngu snjór. ,,Sprungan’ nær aldrei 90° og eru fyrstu metrarnir brattastir. Leiðin liggur upp þröngt gil og endar í brattri brekku þar fyrir ofan. Hún er nánast alltaf opin i neðsta hlutanum og eykur það á skemmtanagildi klifursins og kallar á örlitla útsjónarsemi. Þessi foss býður upp á mjög skemmtilegt kvöldklifur. Hann er ekki of langur, aðgengi er gott og lýsingin frá gróðurhúsabænum nýtist vel. Fyrir þá sem enn þyrstir í klifur eftir þennan foss er hægt ad labba eftir brúninni í norður (inn dalinn) og þá er fljótlega komið að öðrum fossi sem annars er hulinn sjónum frá flestum áttum. Þessi foss fellur frjálst í um 2-10m og ætti að geta verið skemmtilegt
viðfangsefni í ofanvað fyrir byrjendur.

Leave a Reply