Manía WI 4

Merkurker – á leiðinni inn í þórsmörk

Keyrt áleiðis inn í þórsmörk að fyrstu ánni/læknum (Sauðá) sem þarf að keyra yfir. Þar er hægt að keyra slóða upp með ánni smá spöl austan megin við hana. Gengið er greinilegan göngustíg í ca. 10 mín yfir hrygg og svo áfram inn gilið ca. 20 mín. Við blasir ísfoss beint að augum inn í gilinu fórum lænuna sem er lengst til vinstri.
Byrjar á þægilegri 20 metra 3-4 gráðu spönn. Svo tók við skjál með rísa fríhangandi drjóla, fullt af regnhlífum og grílukertum. 20-30 metrar 4-5 gráða, fer líklegast eftir aðstæðum. Endar á 20-30 metrum af 3-4 gráðu ís.

FF: Daníel Guðmundsson og Ottó Ingi Þórisson, 24. mars 2013, 70m

Crag Þórsmörk
Sector Merkurker
Type Ice Climbing
Markings

2 related routes

Á tæpasta vaði WI 4

Keyrt áleiðis inn í þórsmörk að fyrstu ánni/læknum (Sauðá) sem þarf að keyra yfir.
Þar er hægt að keyra slóða upp með ánni smá spöl austan megin við hana. Gengið er greinilegan göngustíg í ca.
10 mín yfir hrygg og svo áfram inn gilið ca. 20 mín.
Við blasir ísfoss beint að augum inn í gilinu. Þar er lænan lengst til vinstri kölluð Manía.
Ef farið er örlítið lengra upp kviltina til hægri (þegar horft er á fossinn) þá eru þar nokkrir möguleikar.
Við fórum næstu íslínu til hægri við Maníu og færðum okkur svolítið lengra til hægri eftir fyrstu spönnina.
Völdum okkur, það sem við héldum, auðveldustu leiðina sem var síðan mjög tæp í toppinn.

1. spönn: ca. 20m WI3+/WI4 foss sem fer á góðan stall fyrir tryggingu.

2. spönn: ca. 60m WI4 með mikið af sveppum og ,,kálhausum” og aðeins klunnalegt klifur. Þegar komið er yfir brúnina efst
tók við brött snjóbrekka með lítið af ís og þurfum við að nota hugmyndflugið við gerð akkeris.
Notast var við t-slot í snjópakka og ísexi í frosinn mosa.

Leiðina kölluðum við Á tæpasta vaði.
Mig grunar að í góðum ísaðstæðum sé þetta hins vegar mjög góður ís og ætti ekki að vera neitt vandamál 🙂

FF: Bjarni Guðmundsson og Sigurður Bjarni Sveinsson, 28. janúar 2019

Manía WI 4

Merkurker – á leiðinni inn í þórsmörk

Keyrt áleiðis inn í þórsmörk að fyrstu ánni/læknum (Sauðá) sem þarf að keyra yfir. Þar er hægt að keyra slóða upp með ánni smá spöl austan megin við hana. Gengið er greinilegan göngustíg í ca. 10 mín yfir hrygg og svo áfram inn gilið ca. 20 mín. Við blasir ísfoss beint að augum inn í gilinu fórum lænuna sem er lengst til vinstri.
Byrjar á þægilegri 20 metra 3-4 gráðu spönn. Svo tók við skjál með rísa fríhangandi drjóla, fullt af regnhlífum og grílukertum. 20-30 metrar 4-5 gráða, fer líklegast eftir aðstæðum. Endar á 20-30 metrum af 3-4 gráðu ís.

FF: Daníel Guðmundsson og Ottó Ingi Þórisson, 24. mars 2013, 70m

Leave a Reply