Kertaljós WI 4

Leið B – WI4-4+ 

Kertaður foss sem bauð upp á skemmtilegar þrautir við frumferð. Hefst á aflíðandi klifri en um miðbik verður fossinn lóðréttur með yfirhangandi kertum og regnhlífum, sá kafli er um 8 metra langur. Klifra þurfti í gegnum þrönga kverk og þaðan í gegnum regnhlífar. Fyrir vikið var klifrið, þó að stutt væri, krefjandi, skapandi og skemmtilegt. Eftir að hafa híft sig upp á brún eru góðar mosafestur en um fimm metra gangur er í góðan ísbunka fyrir akkeri. Það er hentugt að klifra þessa leið til þess að komast í efsta foss Kósí sektorsins sem er talsvert innar í gilinu.

FF: Halldór Fannar og Ágúst Kristján Steinarrsson, Janúar 2022

Crag Brattabrekka
Sector Brúnkollugil
Type Ice Climbing
Markings

3 related routes

Sængin WI 3+

Leið D – WI3-4+ 

Sængin er ofar í gilinu, upp með ánni og er nokkuð breiður foss sem býður upp á margskonar klifur. Við frumferð var nokkuð vatn á vinstri hlið á meðan hægri hliðin var vel bunkuð og margir valkostir. Upp komin eru margir kostir til trygginga auk þess sem fossinn virðist vera kjörinn fyrir æfingar í ofanvaði, sem er auðvitað í anda Kósí sektorsins. Víst er að top rope tough guy/girl mæta því í bílförmum á sektorinn. 

 FF: Ágúst Kristján Steinarrsson og Halldór Fannar, janúar 2022