Kerling

Eftir stofnun Íslenska alpaklúbbsins var þessi drangi fyrsta frumferðin sem að var farin í nafni klúbbsins og um það birtist lítil fréttagrein í öðru tölublaði af Ísalp fréttabréfinu.

Þar segir: Kerlingin í Kerlingarfjöllum var klifin helgina 29.-30. október af Helga Benediktssyni, Arngrími Blöndahl og Arnóri Guðbjartssyni. Þeir voru rúma 5 tíma að klifra upp og lá við að þeir klifu í hring á leiðinni upp. Hæðin á Kerlingunni reyndist vera um 23m brekkumegin en nálægt 30m hinu megin. Hún er úr móbergi og hefur ekki verið klifin áður, að því að bezt er vitað. Þeir félagar skildu kræklóttan fleyg eftir uppi á toppnum.

Ári síðar var Kerlingin endurtekin og birtist á forsíðu sjöunda tölublaðs Ísalp fréttabréfsins.

Þar er klifrinu lýst aðeins nánar: Kerlingin er gerð úr þursabergi, sem er mjög laust í sér, og verða fleygafestur þar af leiðandi mjög ótryggar. Nauðsynlegt er að nota stiga við hluta klifursins, vegna þess, hve handfestur eru fáar og ótryggar.
Við byrjuðum á austurhlið klettsins, og var þar fyrir um 5 m hár veggur, þverhníptur. Fyrir ofan hann varð fyrir sylla, og fikruðum við okkur þaðan nokkra metra upp stalla , en fórum þó ávalt lítið eitt til hliðar, réttsælis. Þá varð fyrir okkur veggur ca. 70° brattur, en sléttur eins og sópað stofugólf. Rákum við þar tvo fleyga beint inn í steininn, en þeir voru ekki fastari en svo að þeir rétt héldu þyngd eins manns.
Þegar þessi veggur varð á enda, komumst við á gríðarmikla syllu í 20m hæð, en þar fyrir ofan var slúttandi veggur um 4-5 m hár, og var bergið í honum líkt og jökulruðningur, samþjöppuð möl, sem molnaði við hamarshögg. Þarna stöldrum við lengi við og reyndum árangurslaust að finna leið framhjá. Reyndum við marga fleyga þarna, en þeir bognuðu flestir. Að lokum komum við lengsta fleygnum okkar inn, reyndar svo kyrfilega, að erfiðlega gekk að losa hann síðar.
Eftir að þessi hindrun var yfirunnin, var greið leið upp á topp, en toppur klettsins er tvíklofinn, og kemst aðeins einn maður fyrir á þeim hærri í einu.

Frá 1977 og næsta áratuginn um það bil var mjög vinsælt að fara á Kerlingu. Eftirfarandi skopmynd birtist í 21. tölublaði Ísalp fréttaritsins.

FF: Helgi Benediktsson, Arngrímur Blöndahl og Arnór Guðbjartsson 30. október 1977

Crag Kerlingarfjöll
Sector Kerling
Type Alpine
Markings

1 related routes

Kerling

Eftir stofnun Íslenska alpaklúbbsins var þessi drangi fyrsta frumferðin sem að var farin í nafni klúbbsins og um það birtist lítil fréttagrein í öðru tölublaði af Ísalp fréttabréfinu.

Þar segir: Kerlingin í Kerlingarfjöllum var klifin helgina 29.-30. október af Helga Benediktssyni, Arngrími Blöndahl og Arnóri Guðbjartssyni. Þeir voru rúma 5 tíma að klifra upp og lá við að þeir klifu í hring á leiðinni upp. Hæðin á Kerlingunni reyndist vera um 23m brekkumegin en nálægt 30m hinu megin. Hún er úr móbergi og hefur ekki verið klifin áður, að því að bezt er vitað. Þeir félagar skildu kræklóttan fleyg eftir uppi á toppnum.

Ári síðar var Kerlingin endurtekin og birtist á forsíðu sjöunda tölublaðs Ísalp fréttabréfsins.

Þar er klifrinu lýst aðeins nánar: Kerlingin er gerð úr þursabergi, sem er mjög laust í sér, og verða fleygafestur þar af leiðandi mjög ótryggar. Nauðsynlegt er að nota stiga við hluta klifursins, vegna þess, hve handfestur eru fáar og ótryggar.
Við byrjuðum á austurhlið klettsins, og var þar fyrir um 5 m hár veggur, þverhníptur. Fyrir ofan hann varð fyrir sylla, og fikruðum við okkur þaðan nokkra metra upp stalla , en fórum þó ávalt lítið eitt til hliðar, réttsælis. Þá varð fyrir okkur veggur ca. 70° brattur, en sléttur eins og sópað stofugólf. Rákum við þar tvo fleyga beint inn í steininn, en þeir voru ekki fastari en svo að þeir rétt héldu þyngd eins manns.
Þegar þessi veggur varð á enda, komumst við á gríðarmikla syllu í 20m hæð, en þar fyrir ofan var slúttandi veggur um 4-5 m hár, og var bergið í honum líkt og jökulruðningur, samþjöppuð möl, sem molnaði við hamarshögg. Þarna stöldrum við lengi við og reyndum árangurslaust að finna leið framhjá. Reyndum við marga fleyga þarna, en þeir bognuðu flestir. Að lokum komum við lengsta fleygnum okkar inn, reyndar svo kyrfilega, að erfiðlega gekk að losa hann síðar.
Eftir að þessi hindrun var yfirunnin, var greið leið upp á topp, en toppur klettsins er tvíklofinn, og kemst aðeins einn maður fyrir á þeim hærri í einu.

Frá 1977 og næsta áratuginn um það bil var mjög vinsælt að fara á Kerlingu. Eftirfarandi skopmynd birtist í 21. tölublaði Ísalp fréttaritsins.

FF: Helgi Benediktsson, Arngrímur Blöndahl og Arnór Guðbjartsson 30. október 1977

Leave a Reply