Hornklofi, SV hryggur

Um það bil hálfs dags mission frá Tindfjallaskála Ísalp

Frá skálanum er gengið í austur, yfir stóra sléttu í átt að Hornklofa, sem er mjög áberandi frá skálanum.

Auðveldast er að stefna á öxlina á Hornklofa, sem sést hægra megin við toppinn. Frá öxlinni, sem heitir Gráfell, er gengið upp eftir hryggnum og verður landslagið sífellt brattara og brattara. Stutt og aflíðandi íshaft leiðir á hentugt flatt svæði áður en þarf að klifra.

Klifrið sjálft er hvorki langt né erfitt en fall myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar þar sem að þessi hluti leiðarinnar er mjög opinn (e. Exposed).

Klifrið er tvær spannir, það gengur að vera bara með eina exi en maður myndi helst ekki vilja vera án hennar.

Á toppnum er hægt að smegja sér yfir á austurhlið Hornkofa og ganga þar niður í skarðið sem er milli hans og Búra. Gangan  þar er hæfilega brött, hafið snjóflóðahættu í huga.

Crag Tindfjöll
Sector Hornklofi
Type Alpine
Markings

1 related routes

Hornklofi, SV hryggur

Um það bil hálfs dags mission frá Tindfjallaskála Ísalp

Frá skálanum er gengið í austur, yfir stóra sléttu í átt að Hornklofa, sem er mjög áberandi frá skálanum.

Auðveldast er að stefna á öxlina á Hornklofa, sem sést hægra megin við toppinn. Frá öxlinni, sem heitir Gráfell, er gengið upp eftir hryggnum og verður landslagið sífellt brattara og brattara. Stutt og aflíðandi íshaft leiðir á hentugt flatt svæði áður en þarf að klifra.

Klifrið sjálft er hvorki langt né erfitt en fall myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar þar sem að þessi hluti leiðarinnar er mjög opinn (e. Exposed).

Klifrið er tvær spannir, það gengur að vera bara með eina exi en maður myndi helst ekki vilja vera án hennar.

Á toppnum er hægt að smegja sér yfir á austurhlið Hornkofa og ganga þar niður í skarðið sem er milli hans og Búra. Gangan  þar er hæfilega brött, hafið snjóflóðahættu í huga.

Leave a Reply