Fjall WI 3

Létt og þæginleg leið fyrir ofan bæinn Fjall á Skeiðunum.

Aðkoman er mjög stutt, 2 mínútur úr bíl að fossi.

Þetta eru tvær stuttar spannir, fyrri spönnin um 15m og sú seinni um 20m.

Leiðin var ekki skráð hér á ísalp en hefur væntanlega verið farin áður.

WI 3, 50m hækkun samtals.

7. des. 2020 Ásgeir Guðmundsson og Bergur Sigurðarson

Crag Árnessýsla
Sector Vörðufell
Type Ice Climbing
Markings

2 related routes

Fjall WI 3

Létt og þæginleg leið fyrir ofan bæinn Fjall á Skeiðunum.

Aðkoman er mjög stutt, 2 mínútur úr bíl að fossi.

Þetta eru tvær stuttar spannir, fyrri spönnin um 15m og sú seinni um 20m.

Leiðin var ekki skráð hér á ísalp en hefur væntanlega verið farin áður.

WI 3, 50m hækkun samtals.

7. des. 2020 Ásgeir Guðmundsson og Bergur Sigurðarson

Vindmyllan WI 3

WI 3+/4-

Tvær spannir, um 100m
Frumfarin 1. desember 2012: Sævar Logi Ólafsson, Einar Bjarnason og Egill Halldór Gunnarsson

Áberandi lína Norðaustan í Vörðufelli í Biskupstungum fyrir ofan sumarbústaðina í landi Iðu. Gilið heitir líklega Gunnugil og aðkoman þægileg. Um 10 mínútna ganga frá sumarbústöðunum.

Fyrri spönn, ca 55-60m
Byrjuðum fyrir neðan neðsta haftið sem var 5-6m 3 gráða, síðan tók við 2 gráðu tenging yfir í aðal haftið sem var 10-15m 3+/4-.

Seinni spönn ca 40-45m
Byrjaði á góðu hafti sem var örlítið kertað og hressandi 3+/4- Síðan tók við þægileg þriðja gráða upp 1-2 góð höft í viðbót.

Sigum efri spönnina á V-þræðingu, en mjög auðvelt er að komast úr fossinum milli hafta og ganga niður.

Nokkrar myndir

Leave a Reply