Yfirgefnar tryggingar: Safn eða sóðaskapur?

Home Forums Umræður Klettaklifur Yfirgefnar tryggingar: Safn eða sóðaskapur?

  • Author
    Posts
  • #63696
    Siggi Richter
    Participant

    Mig langaði til að henda í létta umræðu fyrir forvitnina, svona innan um alla pólitíkina.
    Nú þegar hef ég í sumar klifrað fram á þrjá yfirgefna vini í sprungum í Stardal og víðar, sem væntanlega hafa verið skildir eftir yfirspenntir. Tveir af þeim voru hins vegar orðnir það ryðgaðir að í besta falli lágu þeir núna eins og lufsulegar hnetur, og því lítið mál að ná þeim út.

    Það fékk mig hins vegar til að velta fyrir mér, þar sem ég mynnist þess ekki að hafa orðið var við þessa umræðu:
    Hvað finnst fólki að eigi að gera við yfirgefnar tryggingar? Á að hreinsa þetta burt þegar hægt er, eða má leyfa þessu að liggja, sem einskonar minjagripir á eldri klifursvæðum? Þá á ég sérstaklega við bergtryggingar í klifri, vini, hnetur, hexur o.þ.h. Fleygar og spottar skildir eftir í sigakkerum væri önnur umræða, sem má svo sem gjarnan taka líka.

    Persónulega finnst mér að megi endilega leyfa þessum gömlu tryggingum að sitja, svo fremi sem þær séu ekki að teppa góða tryggingastaði. Alltaf gaman að klifra framhjá prototype Friend eða gömlum þungavigtar hexum.
    En kannski finnst öðrum þetta bara sóðaskapur. Hvað segið þið?

    #63700
    Siggi Richter
    Participant

    PS. sem minnir mig á, vinurinn sem hefur lengi setið fastur í augljósu sprungunni í Háabjalla á Reykjanesi, í einhverju tádjamminu þar í vor tókst mér óvart að losa hann. Ég gerði mitt besta á leiðinni niður til að koma honum fyrir aftur, en hann var hálf druslulegur í sprungunni eftir það, svo ég kippti honum bara með, og hann fær nóg útsýni sem spegilskraut í bílnum. Ef einhver kannast við að hafa komið honum fyrir þarna og vill endurheimta hann, má endilega hafa samband við mig (mynd af vininum:
    https://www.instagram.com/p/BUdDWfJFRox/).

    #63705
    Otto Ingi
    Participant

    Að mínu mati þá ætti að fjarlæga yfirgefnar tryggingar (ef það er hægt með góðu móti) á þekktum klifursvæðum eins og í Stardal.

    Í fjölspanna ævintýraklifurleiðum þá finnst mér þessar tryggingar geti alveg fengið að halda sér, nema þær séu orðnar lausar og þjóna engum tilgangi. Annars ber ég engar sérstakar tilfinningar til fleygsins sem ég skildi einhverntíman eftir í Skarðsheiði, þannig að ef einhver fjarlægir hann þá verð ég ekkert sár.

    #63710
    Sissi
    Moderator

    Bara hreinsa og bæta í safnið. Sérstaklega allt nylon.

    Relevant: http://www.isalp.is/en/forums/reply/svar-nyr-leidarvisir-fyrir-stardal-13

    #63761
    Skabbi
    Participant

    Mér finnst þetta ekki endilega spurning um sóðaskap, frekar að þetta sé fyrir og/eða hættulegt. Gamlir pikkfastir fleygar geta mögulega gert gagn, ég hef klippt í svoleiðis fleyga. Gamlar hnetur eða kambar eru verulega sketchy og ætti að fjarlægja ef hægt er áður en e-r treystir þeim fyrir lífi sínu.

    Ef einhver rekst á Camelot í Tjaldinu í Eilífsdal má hafa samband við Steve House, veit að hann saknar góðs vinar 😀

    Allez!

    Skabbi

    #63901

    Áhugavert.

    Ég myndi treysta gamalli og rótgrónni hnetu alveg jafn vel og ég treysti fleyg. Eina leiðin til að tryggja að eitthvað vit sé í fleyg er að banka á hann með hamri sem ég er oftast ekki með. Þá finnst mér næstum auðveldara að visually staðfesta að hneta sé góð áður en ég treysti henni.

    Sammála með vini samt – stórhættulegt dót sem situr yfirleitt ekki eins og best á að vera.

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.