Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Vorskíðun
- This topic is empty.
 
- 
		AuthorPosts
 - 
		
			
				
23. May, 2012 at 11:12 #57779
1509815499MemberFórum 11 vaskir menn um borð í Eikarbátinn Drauminn á Dalvík á uppstigningadag og lögðum yfir fjörðin og tókum land að Látrum þar sem var haldið til í 3 daga. Þvílík bongó blíða alla dagana (sem kom ekki á óvart enda flest allir ferðalangar að norðan)og hellingur af snjó og færið eins og best verður á kosið. Þó voru 2 veik snjóalög í skuggahlíðum fjalla svo þeim brekkum var hlíft að mestu í þetta skiptið.
Ekkert slóðaspól eða brölt á 6 pundum þarna, bara vélbátur á sléttum haffletinum ásamt nokkrum höfrungum

Video væntanlegt.
Steinþór Tr
23. May, 2012 at 22:39 #57780
Páll SveinssonParticipantFyrir þá sem fá aldrei leið á mér og mínu monti þá er hér myndband.
http://www.youtube.com/watch?v=4SB4ThwwtLQ
kv. P29. May, 2012 at 08:43 #57784
1509815499MemberSteinþór Traustason wrote:Video væntanlegt.Steinþór Tr
Sjá hér:
29. May, 2012 at 08:56 #57785
KarlParticipant[attachment=457]TJl.jpg[/attachment]
[attachment=455]472242_3673418648219_322993348_o.jpg[/attachment]
Við Björn Júl (stóri bróðir Tomma Júl) skelltum okkur á Herðubreið í gær. Frábært færi en frauðið var komið á síðasta söludag og dugar að hámarki 2-3 daga í vibót í þeirri ofurblíðu sem spáð er.
Þurftum að taka uþb 100 hæðarmetra skíðalausir.
Allir vegir á svæðinu eru rykþurrir en áfram er akstursbann í gildi.
(Rúllugjaldið fyrir að aka lokaða vegi er hinsvegar lægra en að vera gripinn á 96 Km/klst í Húnavatnssýslu…)
Langafönn lafir e-h fram eftir júní.
Meðfylgjandi er mynd úr sparibrekkunni og önnur af manninum og skíðunum sem fyrst fóru sömu leið fyrir tæpum 30 árum - 
		AuthorPosts
 
- You must be logged in to reply to this topic.