Villingadalur og fleira

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Villingadalur og fleira

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46146
    AB
    Participant

    Ég, Olli og Torbjörn sænski fórum í dag og klifruðum í Villingadal. Aðstæður þar voru ágætar, nægur ís í leiðunum þremur en ísinn var oft hulinn frauði og snjó. Múlafjallið er í fínum aðstæðum en Brynjudalur ekki eins vel, t.d. er Óríon ekki í aðstæðum. Annars mun Steppo gera betur grein fyrir þessu, en hann fór í bíltúr í dag.

    Á leiðinni heim úr Villingadalnum, efst á Geldingadraga fór bíllinn útaf hjá okkur og fór tvær veltur. Torbjörn var við stýrið og brást rétt við og reyndi að stýra bílnum í stað þess að hemla en allt kom fyrir ekki. Bílinn er sennilega ónýtur en við sluppum ómeiddir fyrir utan skrámur og smá bólgur. Gríðar hálka var á þessum slóðum.
    Maður fer orðið ekki í klifurferð án þess að þurfa að hringja í neyðarlínuna, þetta fer að verða frekar þreytt.
    Allir voru í beltum og bjargaði það okkur frá stórslysi og dauða.

    Annars bara hress,

    Kv, Andri

    #48279
    Jokull
    Member

    Gott að allir eru heilir og mundu bara að fara varlega en ávallt djarflega.
    Baráttu kveðjur frá Ameríku deild ISALP

    Jökull

    #48280
    2806763069
    Member

    Tja, maður fer nú að hugsa sig tvisar um áður en maður fer að klifra aftur með Andra, sérstakega í ljósi þess fornkveðna að allt er þegar þrennt er! Og það eru bara tvö búin í þessari hrinu. Eða eru það tveir skemmdir bílar og einn eftir?

    Í öllu falli er ekki lognmolla þennan veturinn þó klifurafrek séu enn ekki farin að sjást.

    #48281
    Anonymous
    Inactive

    Ég mundi ekki hugsa mig tvisvar um. Ég mundi fara að klifra strax á morgun með Andra ef það stæði til boða. Hann er mjög traustur klifrari og fagmanlegur í alla staði. Klifuraðstæður eru allar að koma til og hafa menn hreinlega enga afsökun að fara ekki. Með klifurkveðum
    Olli

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.