Útgerð á kostnað áhugamanna

Home Forums Umræður Almennt Útgerð á kostnað áhugamanna

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #49129
    1110734499
    Member

    sérkennilegt ef þeir einir sem á vellina hafa komið og stunda þá stífast mega hafa skoðanir á því sem þar fer fram. vonadi mega allir landmenn tjá skoðanir sínar á virkjunarframkvæmdum við kárahnjúka þó fæstir þeirra hafi þangað komið !

    kv. d

    #49130
    2005774349
    Member

    Það mega allir hafa skoðun á því sem þeim sýnist og viðra hana hvar sem er og hvenær sem er.
    Það er bara mismikið á bakvið skoðanir manna eins og umræðan um Kárahnjúka hefur sýnt.

    Hjalti.

    #49131
    Hrappur
    Member

    Ég er farinn að halda að menn misskilji hlutina viljandi, æði af stað og skrifi langar reiðigreinar án þess að lesa það sem hefur verið skrifað.
    Palli það getur enginn leyft eða bannað klifur í boltum á Völlunum hvorki sínum né annara.
    Það var enginn að tala um að klifrararnir ,,ættu botlana eða vinnuna”
    Það sem ég var að tala um var, hvort ekki hefði verið eðlilegt að FLM talaði við bændur um leyfi fyrir sína hönd og væru ekki undir og á ábyrgð Ísalp og Klettaklifrarana sem eru hagsmuna samtök einstaklinga, sem hafa leyfi landeiganda til að vera þarna og setja upp leiðir+tjalda.
    Þessi atriði voru hugsu til að halda góðum samskiptum við bændur og tryggja góða umgengi á Völlunum.
    Ef að FLH ættla að veita ákveðna þjónusu á Völlunu undir téðu vilyrði Ísalp og Klifurfélags Reykjavíkur(og ekki tala við bændur beint) þá ber ísalp og við hinir einstaklingarnir ábyrgð á þeim.
    Hefði þá ekki verið eðlilegt hjá FLM að tala við ísalp eða hina sem bera ábyrgð á þeim gagnvart landeigendum?

    Sumum kann að finnast þetta skipta littlu máli, og vera tóm leiðindi af minnu hálfu, það á sérstaklega við þá sem fara sjaldan eða alldrei á Hnappavelli. Okkur sem stunda staðin og þeim sem vilja hafa aðgang að klettunum og tjaldstæðum þarna skiptir þetta öllu máli.

    Er þetta virkileg ástæða til mikila illdeilna?

    Góðar stundir.

Viewing 3 posts - 26 through 28 (of 28 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.