Turninnn við Gufunesbæ

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Turninnn við Gufunesbæ

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46578
    1108803169
    Member

    Heil og sæl,

    Í síðastliðinni “frosthörku” gekk sæmilega að fá ís á turninn og eru nú uppi hugmyndir að breyta flæðinu á grindina sem er utan á turninum. Þessar hugmyndir eru í vinnslu og ef ísalparar eru með einhverjar góðar ábendingar þá mættuð þið endilega pósta þeim hingað inn.
    Í dag rennur vatnið út um “boruð” göt á röri sem liggur lágrétt, efst upp við grindina. Vatnið drýpur svo niður grindina og frýs. Spurningin er eiginlega hvort að betra væri að fara út í einhverskonar úðakerfi.

    Með ósk um frosthörku og snjó,

    Nils og Gufunesbærinn.

    #50866
    Skabbi
    Participant

    Tékkaðu á þessu. Flottur turn, veit ekki hvort þú færð e-a vitræna útskýringu á túðunum samt….

    http://www.alaskaalpineclub.org/IceWall/04-05IceWall1.html

    Ef þú getur fundið e-ð um ísframleiðslu í Ouray myndi það örugglega hjálpa. Annars hlýtur að vera hægt að nota hvaða túðu sem er sem úðar vatninu út frekar en að láta að bara renna.

    Allez!

    Skabbi

    #50867
    Björk
    Participant
    #50868

    Í Ouray nota þeir sturtuhausa sem gefur víst góða raun.

    #50869
    Gummi St
    Participant

    til að byrja með væri mjög fínt að fá að komast inní turninn til að prufa þetta,
    fór þangað um daginn í frostinu og hefði alveg verið til í að prufa hann.
    Hann var samt ekki nógu frosinn til að leiða hann þannig að ég hefði þurft að komast inn til að smella upp toprope

    Gummi St. – hel MiXaÐuR

    #50870
    2908805139
    Member

    Váááá… en fallegt…

    Ég skal sko mæta ef það verður bleikur ís, það verður leiðin sem fær nafnið hópsleikur.

    #50871
    1108803169
    Member

    Ísinn við turninn hefur þykknað nú undanfarna daga en er ekki nægjanlega mikill þannig hægt sé að príla með góðu móti. Hann er mjög holur þ.e. ekki mikil tenging við turninn þannig við gefum honum lengri tíma enda á frostið að vera fram yfir helgi.

    Hugmyndin er að setja upp band sem þrætt verður í toppakkerið þannig menn geti dregið línurnar sína í gegn og klifrað.
    Þegar band hangir niður úr akkerinu þá er opið og verður því einnig póstað hér á netið.

    Kveðja Nils..

    #50872
    Gummi St
    Participant

    ok, flott mál, það verður fínt að kíkja þarna eftir vinnu á virkum dögum til að viðra sig aðeins..

    Gummi St.

Viewing 8 posts - 1 through 8 (of 8 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.