tindurinn Einbúi

Home Forums Umræður Almennt tindurinn Einbúi

 • This topic is empty.
 • Author
  Posts
 • #47151
  0801667969
  Member

  Þessi mynd sýnir klettinn Einbúa í Tindfjöllum. Þessi klettur blasir við frá bænum Fljótsdal í Fljótshlíð. Hef það frá fyrstu hendi eftir konu borinni og barnfæddri að Fljótsdal að þessi klettur heiti Einbúi og vill hún ekkert múður með það.
  (Klettar sem líta svipað út og þessi bera margir nafnið Einbúi).

  Fyrir nokkrum var einhver umræða í gangi um þetta og ég þóttist lesa í einhverju ÍSALP ritinu að “opinber” niðursstaða klúbbsins væri að nota Einbúa nafnið. Dreymdi mig þetta kannski?
  Sá reyndar nú um páskana í gestabók Tindfjallaskála að þetta “tinds” nafn var aftur komið á kreik mér til mikillar armæðu.

  Kv. Árni Alf.

  #48767
  1410693309
  Member

  Líklega verð ég að gangast við því að hafa notað “Tinds” nafnið í gestabókinni. Verð einnig að viðurkenna að ég hef ekki heyrt örnefnið “Einbúi” áður. Hef hins vegar heyrt frá Magga Hall. að Hornklofi heiti með réttu Gígjarhorn sem er rökrétt nafn. Að því er ég kemst næst er höfundur margra örnefna í fjöllunum Guðmundur frá Miðdal og þeir Fjallamenn (sbr. t.d. Haki, Saxi, Búri og Hornklofi). Var þá gengið út frá því engin nöfn væru fyrir hendi sem ekki var rétt í öllum tilvikum. Landslagið væri lítils virði ef það héti ekki neitt …
  Kv. SM

  #48768
  0703784699
  Member

  skil ekki af hverju í andskotanum að vera að vesenast með öll þessi nöfn…þau greinilega heita eitt í dag og annað á morgun…spurningin er ekki hvað þetta heitir heldur hvað erfitt það er, hversu gaman var að klífa það og hversu flott það er eða hvað?

  GIMP

  #48769
  0801667969
  Member

  Get tekið undir það hjá Hilmari að það skiptir auðvitað máli hversu gaman við höfum að þessu. En það sakar ekki að hafa líka gaman af því að fara sem réttast með. Verðum að hafa einhvern sjálfsmetnað og “standard” hvað örnefni snertir því þannig berum við ósjálfrátt meiri virðingu fyrir viðfangsefninu og njótum þess enn frekar.

  Kv. Árni Alf.

  #48770
  0801667969
  Member

  Getur ekki einhver grafið upp í hvaða riti ÍSALP þessi grein um Einbúa nafngiftina er.
  Það ætti í raun að vera metnaðarmál klúbbsins sem hefur (eða þykist hafa) eitthvað um þetta svæði að segja “að hafa það sem réttara (sannara: sbr. Ari Fróði) reynist” hvað örnefni varðar. Þetta á að sjálfsögðu við landið allt. Slíkt væri klúbbnum til sóma.

  Kv. Árni Alf.

  #48771
  0902703629
  Member

  Hreykja sér á hæsta steininn.
  Hvíla beinin.
  Ná í sína nestistösku.
  Nafn sitt leggja í tóma flösku.
  Standa aftur upp og rápa.
  Glápa.
  Rifja upp
  og reyna að muna
  fjallanöfnin:
  náttúruna.
  Leita og finna
  eitt og eitt.
  Landslag yrði
  lítils virði,
  ef það héti ekki neitt. (T.G.)

  #48772
  2502614709
  Participant

  Fallegt ljóð en síðustu línurnar misskilningur. Góður dráttur verður ekkert betri þótt maður viti hvað pían heitir. (sic)

  #48773
  1704704009
  Member

  Það er eins og mig minni að ég hafi séð Einbúanafnið koma fyrir í ritgerð Guðmundar í árbók FÍ 1960. Eða dreymdi mig það kannski?
  Annars er það nú ekki óalgengt að staðir eigi sér nokkur heiti en af einhverjum ástæðum hafi eitt þeirra orðið ofan á í daglegu tali. Ég tek undir með Árna um að skylt sé að hafa það heldur, er sannara reynist.

  #48774
  0801667969
  Member

  Sá Einbúi sem merktur er inn á kortin (norður af Hitagilsbrún) og nefndur er í Árbókinni 1960 sá ég fyrst almennilega í Suðurjöklatúrnum um páskana. Hann er nauðalíkur þeim Einbúa sem blasir við frá Fljótsdal a.m.k.þegar horft er á hann úr norðri.
  Þessi klettur sést aðeins frá mjög fáförnum slóðum. Það er því furðulegt að klettar og gnípur sem aðeins hafa sést í fjallferðum á haustin báru nöfn en ekki það sem blasti við úr byggð. Þetta stenst einfaldlega ekki.
  Örnefni hafa víða lent á kolröngum stöðum í kortagerðinni hér í frumbernsku og hefur vitleysan haldið áfram á nýrri kortum. Nú hafa Landmælingar tekið sig á með því að senda heimamönnum kortin til yfirlestarar og hvað t.d. Eyjafjöllin varðar eru villurnar margar og miklar.

  #48775
  1410693309
  Member

  Eru örnefni tómur hégómi?
  Mér er minnistæð leiðarlýsing GIMP á Eyjafjallajökul sl. páska:
  -“Já, þegar þú ert farinn þarna af hæsta hólnum, já þarna hæsta punktinum, þá ferðu þarna fram hjá einhverjum kletti, eða e.t.v. meira svona litlu fjalli, ertu með mér? Nei, ekki sá klettur, það er þarna annar miklu nær, sko í áttina að Reykjavík eða þar um bil…[bla, bla, bla]”
  – “Áttu við að þú rennir þér ofan af Hámundi vestan við Goðastein Himmi minn?”
  -“Ha, heitir þetta það? Ég hef nú bara ekki hugmynd um það. En þetta er semsagt svona hóll eins og fólksvagen bjalla í laginu sko.”
  Hélt satt að segja að GIMP hefði lært að meta gildi örnefna við þetta tækifæri, en örnefni þjóna jú m.a. þeim tilgangi að menn viti hvað þeir eru tala um þegar þeir lýsa landinu. Þetta getur orðið mikið alvörumál t.d. við björgunaraðgerðir.
  Kv. SM

  #48776
  Sissi
  Moderator

  Hmm Himmi – eins og segir í dægurlaginu Hljóð vísindanna eftir Skepnudrengina;

  “Right up to your face and dissed you”

  #48777
  0703784699
  Member

  jú GIMP lærði gildi þess að kunna örnefni þennan örlagaríka dag á ferð sinni með Skúla, sérstaklega í ljósi þess að skyggni var varla lengra en út nefið á mér allan daginn.

  En það sem Gimp vildi bara koma á framfæri hér að ofan var hve fáránlegt það er að læra örnefni sem eru kannski ekki til/þekkt/skráð/ eða heita eitt þennan daginn og annað hinn daginn. Ég vil bara benda á það að þetta er einungis umræða um eitt örnefni af þúsundum.

  Já þú segir það að örnefni þjóni þeim tilgangi að vita hvað maður er að tala um þegar maður lýsir landinu!!!! Um páskana var þá farið á Eyjafjallajökul, Hæsta tindinn á Eyjafjallajökli eða farið á Skóga, keyrt upp fimmvörðuháls þar til tekin voru upp skíði og gengið í suður til skála Ferðafélagsins (djö man ekki hvað hann heitir), eftir hryggnum að Innri og Fremri Skoltum síðan að Goðastein, loks Guðnastein og allt þar til við toppuðum Hámundur (hæsti tind jökulsins 1660m), sem eru klettarnir sem standa uppúr börmum öskunnar (lítill sigketill) sem er um 2-2,5 km í þvermál. Ég myndi segja að ég hefði farið á Eyjafjallajökul en þú? Ég er ekki viss hvaða tind ég fór á sökum skyggnis.

  Gimp mun hér eftir leggja sig allan við til að læra örnefni sem á vegi hans verða sem og fuglaheiti, blómaheiti, jarðefni, grjótategundir, fornar sögur og annað sem tengjast þeim stöðum sem ferðast er á, og þegar því markmiði hefur verið náð er Gimp orðinn hrumur og gamall kall sem getur ekki hreyft sig en KANN að segja sögur og staðháttalýsingar, já og þá getur hann líka komist klakklaust í gegnum Leiðsögumannaprófið = setið frammí rútum og blaðrað stanslaust um allt og ekki neitt.

  En þá spyr ég, leið sem tekur t.d. 1-4 daga að labba getur talið yfir 100 örnefni, hvar set ég mörkin við hvað á að læra? Allt eða ekkert? og hvað með allt hitt sem ég þarf líka að læra á lífsleiðinni, t.d. nöfn höfuðborga allra landa í heiminum, fjöll úti heimi, klifurleiðir, nöfn klifrara osfrv…svo ekki sé minnst á að læra fuglaheitin á íslensku, ensku, latínu ofl slíkt…sem betur fer erum við öll misjöfn og veljum mismunandi leiðir og ég valdi mér ekki þá leið að vera örnefnasérfræðingur (vonandi verð ég snillingur í einhverju öðru). Mikilvægi þessa að kunna örnefni t.d. við björgun er jú mikilvæg, en þegar skyggni er EKKERT þá gagnast það lítið og það er til GPS sem virkar fínt og svo er alltaf gott að vera með kortið við hendina svo maður þurfi ekki að leggja öll þessi djö..ands…nöfn á minnið!!!!!!

  Gimp er ekki þeim hæfileika gæddur að heyra e-ð einu sinni og kunna það eftir það. Gimp kappkostar við það að hafa gaman af hlutunum, hann lærir það sem honum finnst spennandi og skemmtilegt og er ekkert að láta hitt vesenast f. sér. Mér finnst líka svo gaman að ferðast með félögum sem eru vel að sér í staðháttum og geta boðið uppá fróðleik og kennslu, ég reyni að leggja mitt af mörkum hvað annað varðar…….

  kv.Gimp

  PS: GIMP er langskólagenginn og hafði mikið á móti próflestri sem jú einskorðast við utanbókarlærdóm, og held ég að það að læra örnefni minni of mikið á þá hræðilegu lífsreynslu sem próflestur er og verður!!!!

  #48778
  Sissi
  Moderator

  Miðað við svar GIMP – hvernig ætli hinn gaurinn sem Skúli baunaði á í dag, á þessum fagra degi í borg óttans, eigi eftir að taka því? Hugsa að hann sé ekki sáttur þessa stundina.

  PS – Gimp – ég fékk flashback um próflestur í maísól og kaldan svita við lestur pistilsins

  #48779
  0801667969
  Member

  Kannski fær Skúli trúnaðarsímatal (það verður þá tekið fram þrisvar að um trúnaðarsamtal sé að ræða).

  Kv. Árni Alf.

  #48780
  3110665799
  Member

  Nú held ég að sé lag að panta sér ferð með ÍFLM, einhversstaðar á jökulsvæði -útsýnissvæði og biðja um GIMP sem fararstjóra. Maðurinn er á skrá hjá þeim, getur bara verið gaman.

  Valli.

  #48781
  1704704009
  Member

  Ætli Einbúa-nafnið sé ekki bara komið rækilega á kortið í bókstaflegum og mórölskum skilningi að lokinni þessari hressilegu umferð? Ég efast um að ég muni nokkurn tíma líta (T)indinn sömu augum eftir þetta.

  #48782
  0801667969
  Member

  Gaman að fylgjast með einvígi þeirra Skúla og GIMP hér að ofan. Til að þeir félagar hafi þetta nú “rétt” þá nefnist syðri kletturinn á gígbrún Eyjafjallajökuls Guðnasteinn. Goðasteinn heitir sá er á NV brún gígsins. Þetta er rökstutt í nýlegu ársriti ÍSALP. Hámundur er nýnefni eftir þá Jón Eyþórs og Guðmund frá Miðdal. Bungan var ónefnd fram að því.
  Ég er alls ekki sammála því að allir hólar og hver þúfa verði að heita eitthvað. Hitt skiptir mun meira máli að menn kunni að fara rétt með þau örnefni sem fyrir eru en ekki bæta við óþarfa nýnefnum. Þannig nota ég helst ekki örnefnið “Hámundur” því að sumu leyti er það óþarft. Þetta er líka ákveðin leið til að lýsa skoðun minni á því hvernig margar nafngiftir á svæðinu urðu til og eldri og sannari örnefni féllu í gleymsku.

  Kv. Árni Alf.

  #48783
  0703784699
  Member

  Þakka þér innilega fyrir þetta Árni, held þú hafir rökstutt mál mitt enn frekar!!!

  Afsakið að ég skildi hafa farið þarna óvarlega með örnefni á Eyjafjallajökli og farið rangt með staðsetningu Guðnasteins, ég skal passa það að þetta komi ekki fyrir aftur.

  Þá er ekki nema furða að ég skildi ekki upp né niður í því þegar Skúli talaði um að renna sér niður af Hámundi vestan við Goðastein.

  Ég var greinilega ekki búinn að update-a örnefnaskrá mína áður en við fórum í þessa páskaferð, þar sem nýnefnið Hámundur var ekki komið inn og var því bara “bunga” eða hóll og ónefnd með öllu.

  Held að það sé alveg komið á hreint að ekki þarf að nafngreina hvert skref sem tekið er í víðáttum íslands og varðandi brekkusnigilinn þá býð ég honum hér með í för með mér við tækifæri, ekki væri nú verra ef Skúlinn gæti slegist í för með, þar sem glens og gaman verða allsráðandi en ekki einhver spurningakeppni framhaldsskólanna á fjöllum.

  En nóg í bili, Gimp þakkar f. sig!!!

Viewing 18 posts - 1 through 18 (of 18 total)
 • You must be logged in to reply to this topic.