Tindfjallaskáli og aðild að FÍ

Home Forums Umræður Almennt Tindfjallaskáli og aðild að FÍ

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45674
    0505544499
    Member

    Því miður komst ég ekki á fundinn í vikunni um málefni Tindfjalaskála. Tvennt er það í fundargerð sem vakti athygli mína. Annars vegar er haft eftir MH að hann sé með bréf frá fyrsta formanni ÍSALP þar sem hann lýsi sig samþykkan því að afhenda FÍ skálann. Ekki er þetta bréf komið frá mér, sem var fyrsti formaður ÍSALP og leiðréttist það hér með. Hitt er hugmyndin um inngöngu í FÍ sem ég vil lýsa mig algerlega andvígan. Slíkt myndi einfaldlega ganga af klúbbnum okkar dauðum. Það eru fjölmörg dæmi um þessa hluti í félagsstarfi af ýmsum toga. Hér vil ég taka undir ummæli höfð á fundinum, að nær væri að hefja herferð og efla klúbbinn okkar. Það er örugglega hægt að fá fjölmarga til að taka til hendinni í slíku verkefni ef vel er að málum staðið. Sjálfur er ég tilbúinn að leggja slíku máli lið.

    Með bestu kveðju,

    Sighvatur Blöndahl

    #52034
    Anonymous
    Inactive

    Ég er í höfðudráttum sammála Sighvati Blöndahl varðandi aðild að FÍ
    Olli

    #52035
    3110665799
    Member

    Gott innlegg, við höldum öll ótrauð áfram og eflum klúbbinn og byggjum nýja skála.

    Valli

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.