Tindfjallaskáli

Home Forums Umræður Almennt Tindfjallaskáli

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45971
    Robbi
    Participant

    Nokkrar spurningar:
    1. Hver verður “byggingastjóri” þ.e. ákveður hvað á að gera og hvernig ?

    2. Hvert á að tilkynna sig ef maður vill smíða ?

    3. Hver útdeilir verkefnum og hvar fer smíðin fram ?

    Það farf væntanlega að gera eitthvað plan yfir hvað þarf að gera (ef það er ekki búið) ef margir koma að endurbyggingu til þess að vinnutími nýtist sem best. Áætla efni og reyna að kaupa sem mest í einni ferð svo sem minnstur tími fari í snatt.

    Þetta verður jú allt unnið í frítíma félaga og það er reynsla mín af svoleiðis að ef hlutirnir eru illa skipulagðir og verkefnin ekki á hreinu þá mætir fólk ekki.

    Robbi

    #53021
    Sissi
    Moderator

    Viðræður standa yfir um endanlega staðsetningu, þegar þau mál eru komin á hreint verður byrjað að rífa smá og kanna ástandið. Einnig eru styrkjaumsóknir á döfinni.

    Þegar þessi atriði eru komin á hreint er hægt að leggja niður grófa áætlun og svara restinni af spurningum þínum, þ.e. hvað við getum notað sjálfboðaliða í, hvar á að mæta og hvenær.

    Að öllum líkindum verður Guttormur byggingarstjóri.

    Síðan þarftu ekki annað en að skoða myndirnar af flutningnum til að sjá hvað við erum þaulskipulagðir ;)

    Kveðja,
    Sissi

    #53022
    Sissi
    Moderator

    PS – á ekki að fara að borga árgjaldið?

    #53023
    Björk
    Participant

    Sissi ef þú ert að vísa til þess að þú ert með merki við nafnið þitt en ekki Robbi þá er það ekkert að marka! Hef ekki hakað við nöfn þeirra sem hafa borgað í ár. Nema þitt því þú baðst sérstaklega um það.

    #53024
    Sissi
    Moderator

    Jæja, Robbi getur þá bara borgað mér árgjald fyrir að vera vinur minn, ég get þá kannski keypt mér eitthvað fallegt. Þvottavél með lóðréttum snúningsás t.d.

    Og svo finnst mér rosalegt að sjálfur gjaldkerinn sé ekki með svona lógó, nennirðu að haka við sjálfa þig áður en ég fer á límingunum?

    Þetta lógókerfi er æði, spinnast alltaf skemmtilegar umræður í kringum gjalddaga…

    SF

    #53025

    Já talandi um gjalddaga… maður er nú vanur að stilla sjálfvirkar greiðslur á gjalddaga sem er nú ekki nærri strax. Svo ég verð líklega merkislaus þangað til.

    Væri kannski eðlilegast að merkin myndu ekki detta út fyrr en eftir gjalddaga, þ.e.a.s. merki fyrra árs.

    En annars ferst nú ekki himinn og jörð þótt nokkra pixla vanti á skjáinn. Merkið er samt fallegt, ekki misskilja mig ;)

    #53026
    Björk
    Participant

    Já sko málið er að ný síða er búin að vera á leiðinni í dálítinn tíma.
    Þeir sem voru með merki voru þeir sem borguðu síðast árið 2006. Þessu hefur ekkert verið haldið við síðustu tvö ár – það er nokkuð mikil vinna að haka við alla. Enda núverandi kerfi nokkuð komið til ára sinna.

    Allir voru afhakaðir fyrir nokkru síðan, með þeim afleiðingum að enginn kemst t.d. inná síður bara fyrir félaga. Enginn hefur samt kvartað í þessa tvo mánuði síðan þetta var gert, sem þýðir að enginn hefur verið æstur í að skoða fundargerðir síðasta aðalfundar síðastliðna tvo mánuði. Nema Sissi.

    En þetta er allt í vinnslu.

Viewing 7 posts - 1 through 7 (of 7 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.