Telemark skíðum stolið

Home Forums Umræður Skíði og bretti Telemark skíðum stolið

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45991
    Steinar Sig.
    Member

    Bölvuð ósvífni! Við ætluðum tveir upp í Bláfjöll í morgun, vorum búnir að græja allt í bílinn í gær. En í morgun mætti okkur brotin rúða og engin skíði.

    Ég auglýsi því hér með eftir tveimur pörum af telemark skíðum, sem var stolið úr bíl í Brekkubæ, Árbæ:

    TUA Nitrogen skíði, appelsínugul og græn, með nýjum appelsínum gulum Rottefella Cobra R4 bindingum.

    Blizzard Epic skíði, blá og smá rautt, með rauðum Rottefella Red Chilli bindingum, Rottefella upphækkun og öryggisplötu.

    Garmont Synergy G skór, silfur og gráir, stærð 275 mondopoint.

    Komperdell Titanal stillanlegir stafir, silfur og gráir.

    Mountain Hardwear lúffur, svartar.

    Alpina skíðagleraugu, blá.

    Ipod… Geisladiskar… osfrv.

    :(

    Eins gott að maður nái að redda sér græjum fyrir festivalið…

    Allar upplýsingar vel þegnar,
    Steinar Sig. s.6915552
    Halldór G.M. s. 6954998

    #50946
    AB
    Participant

    ,,Plís maður, ég verð að fá þetta stöff. Ég skal láta þig fá TUA Nitrogen telemarkskíði og stillanlega stafi fyrir nokkur grömm!! Plíííísss!!!!”

    M.ö.o.: Ég sé ekki fyrir mér að telemarkgræjur séu hentugur gjaldmiðill í undirheimum RVK.

    Ömurlegt að verða fyrir þessu.

    AB

    #50947
    Steinar Sig.
    Member

    Já það gæti orðið strembið að koma þessu í verð… Geisladiskarnir voru í þokkabót flestir með brasilískri tónlist… Ekki alveg allir sem fíla Rastapé, Skank og Olodum…

    #50948
    0801667969
    Member

    Hef reynt að hafa auga með þessu. Hef stöðvað alla telemarkera og skoðað á hvernig skíðum þeir eru. Verst hvað það er margt um manninn.

    Kv. Árni Alf.

    #50949
    Steinar Sig.
    Member

    Jæja þá er maður nú búinn að gefa upp alla von á að endurheimta blessuðu skíðin. Það er enginn nógu vitlaus að reyna að koma þessu í verð.

    Þá er bara að browsa um netið og setja saman draumaskíðapakkann!

    Eru ekki einhverjir proffar sem geta bent mér á draumapakkann sinn?

    Ég er staðráðinn í að vera á öryggisbindingum og líst best á Voile Hardwire 3-pin CRB. Hægt að smella vírnum af bindingunni og ganga léttur og vírlaus upp í venjulegri þriggja pinna bindingu.

    Varðandi skíðin hef ég verið að leita að einhverju í léttari kantinum, en þó alvöru skíðabrekkuskíðum.

    Hugmyndir: BD Frantic og Volkl Snow Wolf

    http://www.voile-usa.com/telehw3pincrb.html
    http://www.blackdiamondequipment.com/gear/frantic.php
    http://www.telemarkski.com/istar.asp?a=6&id=vol001!vol01

    Hafa einhverjir spekingar álit á þessum skíðum eða öðrum?

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.