Steve House

Home Forums Umræður Almennt Steve House

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45926
    2802693959
    Member

    Langar að þakka fráfarandi og nýrri stjórn Ísalp en ekki síður Himma fyrir sköruglega framgöngu í að fá Steve House til landsins. Þessi mikli alpínisti hefur greinilega frá miklu að segja og gerir það af mikilli einlægni. Smá ljóður fannst mér vera á afkynningunni á kappanum en þar hefði ég viljað sjá honum þakkað almennilega, jafnvel að sagt yrði frá stoppi hans í nokkrum orðum en síðast en ekki síst að bjóða gestum að spyrja hann nokkurra spurninga um túrinn. Hann talaði nefnilega talsvert milli línanna eins og þeim sem ekki vilja berast of mikið á er tamt að gera.

    Vona svo bara að Steve fái um eitthvað annað að ræða þegar hann fer af landi brott en hvassviðri og bleytu.
    Takk aftur.

    #51241
    Sissi
    Moderator

    Viðtalið við kjappann á rúv: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301750/1

    Vel að þessu staðið.

    SF

    #51242
    2704735479
    Member

    þetta var ótrúlega flott myndasýning. takk fyrir hana.

    #51243
    Stefán Örn
    Participant

    Já þetta var hin besta skemmtun.

    Takk fyrir mig

    Stepopo

    #51244
    1306795609
    Member

    Já þetta var frábært númer hjá Hr. House og þvílíkur innblástur að mínu mati. Ég þakka aðstandendum því kærlega fyrir þetta. Ég verð þó að taka undir með Jóni Gauta með það að það var klippt full snarlega á manninn og sjálfsagt er fyrir skipuleggjendur svona atriða að “planta” 1-2 spurningum úti í sal til að fá umræðuna til að rúlla. Það hefði verið frábært að sjá Steve taka nokkrar slíkar.

    En flott byrjun á nýju starfsári.

    Sófakönnuðurinn

    #51245
    Steinar Sig.
    Member

    Hér má sjá tvö ágæt sponsleg myndbönd sem hann minntist á.

    Um búnaðinn:
    http://video.google.com/videoplay?docid=6682751795170095622

    Um fatnaðinn:

    #51246
    1908803629
    Participant

    Já þetta var frábær sýning og vel heppnuð umgjörð, sammála að það hefði mátt hafa rými fyrir fyrirspurnir í lokin.

    Sem meðlimur núverandi stjórnar vil ég taka undir að fyrri stjórn á hrós skilið fyrir þetta enda var þetta að þeirra frumkvæði (og Himma) að fá Steve House á klakann.

    #51247
    Freyr Ingi
    Participant

    -Já spurningaþátturinn fór kannski ekki eins og best verður á kosið en Steve vildi sjálfur að showinu væri slúttað eftir að hann hefði lokið sínu erindi, svo gæti fólk komið upp að honum eftir á til að spjalla og spyrja. Þá var hann að hugsa til fólksins í salnum sem var búið að fá nægju sína og/eða þá sem voru tímabundnir og hefðu ekki viljað standa upp og fara til að sýnast ókurteisir. Þess vegna bað hann um að þetta yrði gert svona.

    Annars vona ég að þetta verði ekki það sem situr í mönnum eftir sýningu á borð við þessa.

    Hann er engu að síður tilbúinn að svara öllum spurningum þannig að ef spurningar gærdagsins sitja ykkur enn í fersku minni þá megið þið endilega pósta þeim á freyr_ingi@hotmail.com
    Ég tek þær síðan saman og útbý lítinn pistil.

    Góðar stundir

    #51248
    1704704009
    Member

    -Steve var skrambi góður gestur. Himmi var startarinn í málinu og því ástæða til að þakka honum fremur en fráfarandi stjórn fyrir frumkvæðið. Rétt að halda því til haga.

    #51249
    2008633059
    Member

    Rakst á þessa grein um kappann í Outside Magazine:

    http://outside.away.com/outside/culture/200610/steve-house-mountaineering-1.html

Viewing 10 posts - 1 through 10 (of 10 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.