skíðajól – aðstæður

Home Forums Umræður Skíði og bretti skíðajól – aðstæður

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46371
    0808794749
    Member

    Nokkur árrisul mættu í Bláfjöll í gær. Þar þurfti að leita að brekkum með nægum snjó og litlu af ís og grjóti. Besta röltið/rennslið var á Framsvæðinu þar sem skafið hafði í ágætis skafla.
    Létum okkur hverfa í þann mund sem fólk í fríi mætti á svæðið á vélknúnum ökutækjum…
    Fínt rennsli þótt takmarkað væri.
    Stefnt er hærra á morgun, líklegast á Heklu.
    Einhver verið að rölta og renna sér þessi jólin? Endilega póstið um aðstæður.

    #52130
    Stefán Örn
    Participant

    Fórum nokkrir í Tindfjöll þann 15. des (soldið síðan já) og þar var allmikill snjór til að leika sér í. Ástandið þar ætti að hafa síst versnað þessa síðustu daga en bílarnir þurfa væntanlega að vera stærri til að komast alla leið upp í Ísalpskála.

    Myndir frá þeirri helgi og af skálanum góða birtast innan tíðar.

    Hils,
    Steppo

    #52131
    Gunnar Már
    Participant

    Ég er einmitt einn af þeim sem mætti um það leyti sem þið létuð ykkur hverfa. Að vísu á fjallaskíðum en ekki vélsleða.

    Við fundum geggjaða púðurtunnu austanmegin við Suðurgil. Við röltum upp línuna sem þið komuð niður og fórum yfir hrygginn. Þar aðeins í áttina að stólalyftunni var ósnert púður. Við gengum svo þeim megin í átt að Kóngsgili og þar var það sama upp á teningnum, allt fullt af púðri.

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.