Skálafell

Home Forums Umræður Almennt Skálafell

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47489
    0703784699
    Member

    Langaði að koma af stað umræðu um Skálafell og þá af hverju það er ekki opnið núna þegar lyftan er uppá sitt besta?

    [ul]
    [li][/li]
    [li][/li]
    [/ul]Lyftan er orðin stórbætt og ekkert því til fyrirstöðu að opna enda var hún í gangi í sumar
    nægur snjór þar
    veður oft mildara og betra þar en í bláfjöllum
    skemmtilegt skíðasvæði
    dreifir álaginu sem annars er á eitt svæði
    KR hefur eitthvað talað umað opna þarna gegn sjálfboðavinnu?

    kv.Himmi

    #57335
    2903793189
    Member

    Þetta er náttúrulega gráupplagt. Ég og vinnufélagi minn stofnuðum FB síðu til stuðnings pælingunum. Góð hugmynd að gera like og viðra skoðanir þar líka.

    http://www.facebook.com/opnumskalafell

    #57336
    0801667969
    Member

    Það er náttúrulega grátlegt að loka svæði sem nýbúið er að leggja mikið fjármagn og vinnu til að koma í gott stand. M.a. hefur mikið púður farið í viðhald og yfirhal á skíðalyftum sérstaklega stólalyftunni.

    Það eru nýkomnar snjógirðingar fyrir líklega tugi milljóna og því ætti snjór að vera mun tryggari en áður. Snjóleysi er a.m.k. ekki afsökun fyrir lokun svæðisins.

    http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/12012012/lengsta-skidalyfta-a-landinu-stendur-ohreyfd

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Kannast ekki við KRingar hafi byggt allar skíðalyfturnar (í sjálfboðavinnu). Þykist vita að þetta sé gert á vegum hins opinbera og fjármunir komi úr vasa skattborgara og skíðamanna.

    #57337
    0412805069
    Member

    Ég styð opnun heilshugar. Skora á ykkur að hlusta 2-3 sinnum á svar stjórnmálakonunnar. Hún er efnileg þessi ;)

    BO

    #57343
    Ólafur
    Participant

    Lokun Skálafells er skandall en sýnir kannski best að skíðamenn hafa engan vegin sömu ítök og áhrif innan borgarkerfisins og hefðbundnu íþróttafélögin. Það er eins og ráðamenn átti sig heldur ekki á því að skíði eru stórt fjölskyldusport.

    Á undanförnum árum er búið að byggja upp íþróttahús, sparkhallir, sundlaugar og annað fyrir hundruði milljóna en þegar kemur að því að spara dettur engum í hug að loka eða draga úr starfsemi þar – bara á skíðasvæðunum. Það er talað um að það kosti 12-15 milljónir að opna Skálafell í vetur og þegar fjárhagsáætlun ítr er skoðuð er þessi upphæð dropi í hafið.

    Nokkur dæmi:

    Sundhöllin ein og sér (sem hefur næst minnsta aðsókn lauganna í rvk) kostar meira en skíðasvæðin (mv að Skálafell væri í gangi líka). Samt eru 5 aðrar laugar í rvk.

    ‘Húsaleigu og æfingastyrkir’ er liður sem kostar 1.654 milljónir (!!), hækkar um 70 milljónir frá því í fyrra (sem er núverandi rekstrarkostnaður Bláfjalla). Væri fróðlegt að sjá hvert þessir peningar eru að fara. 15 milljónir fyrir að opna Skálafell eru dropi í hafið í þessu samhengi.

    Laugaból (Þróttarhúsið??) kostar 135 milljónir. Íþróttahús KHÍ kostar 27,9.

    Sjá: http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4347

    Þegar kemur að skíðum er áhugaleysi ráðamanna algert – spurning um að setja upp tvö mörk í Skálafelli og sjá hvort einhver vakni þá?

    órh

    #57357
    0801667969
    Member

    Það er talsvert hagsmunamál fyrir skíðafólk á suðvesturhorninu þar sem meirihluti þjóðarinnar býr að hafa Skálafellið opið. Þetta snýst mest um fleiri opnunardaga þar sem Bláfjöllin eru viðkvæm fyrir austanátt. Skálafellið er að sama skapi mjög viðkvæmt fyrir norðanátt.

    Brekkur Skálafells eru mun fjölskylduvænni og byrjendavænni og svæðið býður upp á miklu meira pláss. Lítið rými er einfaldlega vandamál í Bláfjöllum.

    Mér finnst a.m.k. alltaf skemmtilegt að koma í Skálafellið. Gjörólíkt umhverfi.

    Önnur vandamál fækka skíðadögum. T.a.m. þá er mikill vatnselgur þessa stundina í Bláfjöllum og vandkvæðum bundið að opna þó veður verði skaplegt. Slíkt held ég að sé ekki almennt vandamál í Skálafelli. Ágætt dæmi er að væntanlega verður lokað á morgun. Einn dýrmætur helgarskíðadagur þannig farinn í súginn.

    En auðvitað snýst þetta um fjármuni þó ekki séu upphæðirnar háar.

    http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/14/vilja_opna_besta_skidasvaedid/

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Íslenskir skíðamenn hljóta að vera lélegustu lobbýistar í heimi miðað við hversu litlu þeir fá framgengt.

    #57498
    0801667969
    Member

    Borgarráð samþykkti í dag allt að 2,5 milljóna (ath. milljóna) viðbótarfjárveitingu vegna opnunar Skálafells. Þetta er a.m.k. ákveðin varnarsigur fyrir stærstan hluta skíðamanna á landinu. Það sem um ræðir er reyndar eingöngu helgaropnun einhverjar 7 helgar minnir mig. Nýtist kannski ÍSÖLPURUM sem skíða bara í miðri viku frekar illa.

    Góðu tíðindin eru að nú er Skálafellið opið í fyrsta skipti í 3 ár ef minnið svíkur mig ekki. Það eitt að lyfta skuli snúast þarna minnkar stórlega líkurnar á að skíðavæðið verði lagt af eins og í raun allt stefndi í.

    Segi því bara: Skíðafólk til hamingju með daginn.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Blöskrar reyndar þessi aukafjáraustur borgarinnar út og suður.

    http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/02/16/2_5_milljonir_vegna_opnunar_i_skalafelli/

    #57501
    Skabbi
    Participant

    Glæsilegt!

    Það ber að þakka þeim stóra hópi sem barist hefur fyrir þessum aukna fjáraustri borgarinnar út og suður (og upp á Mosfellsheiði)! Vonandi fær lyftan að rúlla allan ársins hring.

    Takk

    Skabbi

    #57505
    2903793189
    Member

    Þetta eru frábærar fréttir. Nú er bara að láta sjá sig allar helgar í Skálafelli og sýna fram á að það hafi verið mikil eftirspurn eftir þessu. Hafa fjallið allt útskíðað og barnalyftuna stútfulla af brosandi krökkum.

    http://www.facebook.com/opnumskalafell

    #57507
    Ólafur
    Participant

    Frábærar fréttir! Hélt uppá daginn á viðeigandi hátt. Eðalfæri.

    http://youtu.be/Z90wgcuBWiQ

    #57508
    0801667969
    Member

    Augljóslega miklu betra færi þarna í Skálafellinu skv. myndbandinu hjá Óla Ragga. Segið svo að ekki borgi sig að hafa opið á tveimur ólíkum stöðum. Hipp hipp húrra.

    Kv. Árni Alf.

    #57590
    0801667969
    Member

    Sunnudagur 18. mars kl.14:00

    Var að koma úr Skálafellinu. Þar voru allar lyftur í gangi og alþjóðlegu stórsvigsmóti að ljúka. Nánast logn en farið að þykkna upp. Fyrir hádegi var búið að vera stafalogn og sól.

    Í Bláfjöllum skall á austan óveður uppi á Fjalli kl. 7:15 í morgun. Á leið úr Bláfjöllum rétt fyrir hádegi var mikið kóf, allt orðið ófært, bílar fastir hér og þar og neyðarlínan lá á línunni. Kannski ekki að undra að skíðasvæðið hafi verið lokað.

    Þetta sýnir svart á hvítu hvað það skiptir miklu máli að hafa Skálfellið líka opið ætli almenningur SV- lands að komast á skíði.

    Í gær var NV átt. Þá var einnig lokað í Bláfjöllum vegna hvassviðris meðan opið var í Skálafelli í hægviðri og púðurfæri.

    Þannig er búið að vera lokað alla helgina í Bláfjöllum vegna veðurs meðan það er búið að opið og fínasta veður í Skálafelli. Þarna sést svart á hvítu að það verður að reka bæði svæði ætli menn að veita skíðamönnum á SV horninu sanngjarna þjónustu.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Þetta er önnur helgin í röð sem lokað er í Bláfjöllum.

Viewing 12 posts - 1 through 12 (of 12 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.