Saurgat Satans

Home Forums Umræður Klettaklifur Saurgat Satans

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47461
    2506663659
    Participant

    Á sunnudaginn síðasta fórum við, undirritaður, Ívar Hardcore, Bjöggi Árni og Gísli, í tveimur teymum leiðina Saurgat Satans í Vestrahorni. Þetta er snildar leið sem bíður upp á mjög skemtilegt fjölspanna klifur í einstöku umhverfi.

    Klifrið sjálft tók um 4 tíma en þetta eru 7 spannir sem síðan er hægt að síga í 3 sigum.
    Eitthvað hefur umræðan verið að boltun væri ekki nógu góð og löng run out. Því er ég ekki sammála því almennt er leiðin vel boltuð og með góðum stönsum og “passlegum run outum”. Hardcore getur kannski kommentað á þetta :-)
    Kletturinn er fínn en eins og við er að búast í svona leið er svoldið af skófum á slöbbunum.

    Hvet alla til að láta vaða og skella sér austur í Vestrahorn.

    En Hrappur og félagar hafa unnið gott verk þarna.

    myndir á leiðinni frá mér og vonandi hinum líka.

    Guðjón

    #56847
    Freyr Ingi
    Participant

    Skemmtilegt!

    Sýnið endilega myndir af uppgöngunni og umhverfi.

    #56849
    2506663659
    Participant

    Nokkrar myndir.
    Úrvalið því miður ekki sem best. En það voru nokkrar myndavélar með í för þannig að það hljóta að koma einhverja snildar myndir frá öðrum :)

    https://picasaweb.google.com/gudjons/SaurgatSatans?authuser=0&feat=direct

    #56850
    Hrappur
    Member

    Það mætti setja einn bolta í byrjun þriðjuspannar (notuðum Friend þar) annars eru styttra á milli bolta en gengur og gerist hérna í Evrópu í sambærilegum leiðum, þar sem 5 metrar er með því stysta.
    Gráður í fjölspannaklifri eru blekjandi og þumalputtareglan sú að menn geti klifrað talsvert erfiðara en upp er gefið eða hafi þeim mun meiri reynslu í klifri.

    Annars má hafa í huga að við Rafn þurftum fyrst að klifra upp Ódyseif með bensín-borvél, boltana,keðjur, fullann klifurrakk og 3 línur, Þar er ekki óalgengt að 2-3 boltar séu í spönn þannig eithvað gæti það haft með boltun Saurgatsins að gera. ;)

    #56897

    Já þetta var góður dagur og flott leið. Hér eru loksins nokkrar myndir frá mér…

    Saurgat Satans – 10.07.2011

    #56898
    Arni Stefan
    Keymaster

    Frábær dagur og frábær leið. Þetta er leið sem er hiklaust hægt að mæla með. Varðandi rönnátin þá finnst mér þau bara gefa þessu karakter og góð hvatning til að klifra alveg pottþétt vel alla leið.

    #56899
    Sissi
    Moderator

    Takk fyrir að deila þessu Bjöggi, súper myndir að vanda og mjög skemmtilegt. Kannski verður maður einhvern tíman stór og spólar í þetta, hrikalega flott leið.

Viewing 7 posts - 1 through 7 (of 7 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.