Orðsending frá uppstillinganefnd

Home Forums Umræður Almennt Orðsending frá uppstillinganefnd

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46247
    0808794749
    Member

    Kæru félagar

    Ótrúlegt en satt, það er komið að því.
    Aðalfundur ÍSALP fer fram þann 1. febrúar.
    Eins og allir vita þá skulu framboð til stjórnar berast uppstillingarnefnd 2 vikum fyrir fundinn.

    Nú eru nokkur góð sæti í boði stjórn og því um að gera að nýta tækifærið og bjóða sig fram. Hellings tækifæri fyrir félagsmálagúrúa að vinna að spennandi verkefnum innan ÍSALP.

    Framboð skulu berast á eftirfarandi tölvupóstfang.
    skabbi@gmail.com

    Frekari upplýsingar getið þið fengið hjá núverandi stjórnarmeðlimum eða okkur í uppstillingarnefnd.

    Fyrir hönd uppstillingarnefndar
    Sveinborg

    p.s. þess ber að geta að það er alls ekki krafa að frambjóðendur leiði 6. gráðu í ísklifri eða hafi farið á 7000 m tind. áhuginn á starfi klúbbsins er öðru mikilvægari.

    #57332
    gulli
    Participant

    Hæ, hverjir eru að fara úr stjórninni?

    #57333
    Skabbi
    Participant

    Stjórn Ísalp verður fyrir talsverðri blóðtöku á næsta aðalfundi. Þeir Dóri, James, Siggi og Arnar ætla allir að yfirgefa partýið. Atli Páls situr annað ár sem formaður, Gummi ætlar að halda áfram í stjórn og vonandi Ágúst Kristján líka.

    Það er skemmtilegt að starfa í stjórn Ísalp, ég hef sjálfur setið 4 ár í stjórn eins og Sveinborg. Starfsemi klúbbsins mótast fyrst og fremst af því hverjir sitja í stjórn, þannig að þeir sem hafa áhuga á setja mark sitt á starfsemina og láta gott af sér leiða ættu endilega að hafa samband.

    “Spurðu ekki hvað Ísalp geti gert fyrir þig, heldur hvað ÞÚ getur gert fyrir Ísalp!!

    -JFK

    #57334
    1811843029
    Member

    Já, það er ekki gott að sjá eftir þessum eðal mannskap úr stjórninni. En strákarnir eru búnir að standa sig vel, þrátt fyrir miklar annir, barneignir og fleira.

    Það er margt spennandi fram undan hjá Isalp og nýjir stjórnar meðlimir munu taka þátt í að móta starf klúbbsins næsta árið og árin.

    Framundan eru auðvitað fastir liðir eins og venjulega, ísfestival fyrir vestan, telemark festival, Banff, myndasýningar og fleira.

    Svo er ýmislegt annað í pípunum, Bratta nefnd er komin á fullt, meiri fréttir af því fljótlega. Núverandi stjórn hefur einnig verið að vinna að málum eins og leiðaskráningum, tryggingamálum og fleiru sem þarf að klára.

    Hlakka til að sjá nýtt og ferskt fólk í stjórn Isalp!

    Atli Páls.

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.