Öræfi og Banff

Home Forums Umræður Almennt Öræfi og Banff

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #44772
    2806763069
    Member

    Ég gat ekki betur séð á myndunum úr Öræfunum frá Sigurði Tómasi að allt sé þar í glimrandi aðstæðum, eða var það amk þegar myndirnar voru teknar. Þannig að ef einhverjir hafa í hyggju að verða númer 12 og 13 til að klífa Austurvegginn á Skarðatindum eða númer 4 og 5 til að fara Postulínið, eða númer 5 og 6 til að fara Scots-leið þá er um að gera að setja sig í startholurnar og bíða eftir betri spá. (ég er nokkuð viss á þessum tölum en ekki 100% í öllum tilvikum)

    Ég fékk að horfa á Banff myndirnar um daginn til að vinsa út þær sem voru of súrar til sýningar. Það er ekki hægt að segja annað en sýningin sé með flottara móti þetta árið. Fullt af skíðamennsku í flottari kanntinum, klikkuð kajak mynd með fyrrum klifur hetju Jóni Heiðari ofur klikkhaus og nokkrum félögum hans. Tvær geðveikar ísklifurmyndir verða einnig á hátíðinni en í þeim má sjá að við erum allir aumingjar með hor og getum ekki rassgat. Ice Axes er sérstaklega flott ræma með sálarstríði sem allir sportklifrarar þekkja of vel og myndatöku sem myndi sæma sér vel í Matrix-inu.
    Svo er það náttúrulega myndin um Eiger Nordwand með skotum sem fá mann til að vera skít hræddur í stofunni heima. Úff!

    Engin ætti að láta þetta fram hjá sér fara, hvort sem viðkomandi stundar klifur, kajak, fjallahjólreiðar, keppnisskíðun, utan-brautar-skíðun eða nokkuð annað sport af viti. Klikkuð skemmtun.

    Nánar um myndirnar má sjá hér til hliðar.

    kv. Ekki lengur svo harð haus!

Viewing 1 post (of 1 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.