No more fjallaskíðabindingar

Home Forums Umræður Skíði og bretti No more fjallaskíðabindingar

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46483
    0704685149
    Member

    Hey þið sem eigið venjuleg svigskíði með venjulegum svigskíðabindingum. Hér er lausnin fyrir ykkur, þið þurfið ekki að kaupa spes fjallaskíðabindingar og önnur skíði.

    Þetta er lausnin…svo hafið bara skíðaskóna ósmellta…þannig að þið getið farið að ,,hike”-a upp.

    Skoðið þetta hjá BCA

    http://www.bcaccess.com/bca_products/alpine_trekker.php

    kv.
    Bassi

    #49595
    2806763069
    Member

    Frábært, og heildar þunginn á öllu draslinu verður eins og telemark skíði – góða skemmtun!

    #49596
    0704685149
    Member

    Góður punktur, Ívar, sem efalaust margir pæla í.
    Þetta hentar þér e.t.v. ekki en er kannski lausn fyrir þá sem eiga í dag svigskíði og fara eina eða tvær toppaskíðaferðir á ári. Þá er þetta auðvita lausn sem getur komið til greina í stað þess að sleppa ferðinni því maður hefur enn ekki komist yfir fjallaskíða- eða telemarkskíðabúnað.

    Ef til vill búnaður til að kveikja í mönnum til að fara að skinna upp fjöll og skíða niður.
    Veit um aðila sem þrömmuðu á svigskíðasmelluklossunum upp á fjöll og báru svigskíðin á bakinu …aðeins til að fá góða bunu niður. Má vera vitlaust að sumu leiti. En þó betra og viturlegra en ég núna, að hanga hér við tölvuna og skrifast á við þegar það snjóar og snjóar hér á Akureyr….er farinn á skíði…en aðeins meira…

    Var bara að benda á búnaðaflóruna sem er til.

    Menn fara á fjöll á ýmsum forsendum. Það að fara hratt yfir og léttur hentar einum en næsti maður vill hafa það öðruvísi.
    Ekki ætla ég að dæma hvað hentar þér eða öðrum. Né hvað sé rétti ferðamátinn, treysti bara á að menn dæmi útfrá sér, sinni reynslu og sínum forsendum til að fara á fjöll í öllum þeim formum sem þau eru til í og með þá tækni í fararteskinu sem þeir vija. Hvort sem það er að klifra upp fjallið, ganga á það, skinna upp á skíðum. Síðan er það niðurleiðin og oftar en ekki eru einnig margir kostir í boði í þar.
    Sumum er alveg sama hvernig farið er upp á fjallið og hve fljótir þeir eru, því í þeirra fjallamennsku er t.d. það bara spurningin hvernig þeir fara niður eða eitthvað annað.

    Er það ekki fjallamennska líka?
    Er það kannski ekki rétta fjallamennskan?

    Bassi

    #49597
    2806763069
    Member

    Slakaðu á, ég var nú bara að gera grín að ykkur Telemark nördum! Takktu þessu meira persónulega!

    P.s. Tvö pör af telemark skíðum til sölu, annað í góðu ástandi, einir skór, gamlir ekki mikið notaðir en sér mikið á þeim ca.42,5 einir plastskór, scarpa Vega (ca.42,5), thermarest dýna, slatti af gömlum ísskrúfum út titanium og pottjárni og eitthvað fleirra sem ég hef aldrei tímt að henda.

    #49598
    0704685149
    Member

    Ekki áhyggjur, tók þessu ekki illa né persónulega. En ég skal viðurkenna að ég fattaði ekki að þetta væri grín, ég hélt að þetta væri bara gagnrýni í þínum anda. Þannig las ég í þetta.

    Bassi

    #49599
    Smári
    Participant

    Tetta er mjøg snidugur bunadur sem virkar fint til ad komast upp brekkurnar og svo tekinn af adur en skidad er nidur. Fin vidbot fyrir ta sem eiga svigskidi og vilja skida a teim i stad telemark. Einnig er hægt ad kaupa svigskida bindingar sem hægt er ad losa hælinn a medan gengid er (randone) sem er ordid mjøg vinsælt herna i noregi. Eg a svona sjalfur og nota tegar færid er hart en skipti svo yfir a telemarkskidin tegar pudrid rædur rikjum.

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.