Mont Blanc

Home Forums Umræður Almennt Mont Blanc

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #44826
    jafetbjarkar
    Keymaster

    Erum tvær á leiðinni á Mont Blanc í lok júní. Þar sem við höfum hvorugar neina reynslu af háfjallabrölti erum við að spá í því að kaupa ferð með leiðsögumanni þó það kosti nokkra túkalla. Er einhver sem hefur massað fjallið og væri til í að miðla af reynslu sinni?:)

    #48738
    0304724629
    Member

    Ef þið hafið farið á Hvannadalshnjúk er þetta ekkert mál. Ef ekki, þá ættuð þið að gera það með lokaðan munninn og límt fyrir aðra nösina. Þá sjáið þið hvaða áhrif minnkandi loftþrýstingur hefur á líkamlega getu!!!!

    Au revoir

    #48739
    Siggi Tommi
    Participant

    Góður punktur hjá síðasta ræðumanni.
    Lenti einmitt óþyrmilega í fjallaveiki fyrir nokkrum árum þegar ég reyndi að brölta þarna upp en hafði ekki tíma í almennilega aðlögun. Gefið ykkur góðan tíma í aðlögun áður en þið reynið við toppinn því 4600m er töluvert.
    “Klifrið hátt en gistið lágt” minnir mig að sé heilræði sem var gefið einhvern tímann við hæðaraðlögun…
    Fór sjálfur um páska upp Grand Mulet á skíðum en algengasta sumarleiðin er Gouter leiðin, sem er víst alls ekki tæknileg en grjóthrun getur verið varasamt á einum stað. Lokahryggurinn er varasamur og ber að fara þar um með varúð (ég sneri við þar í svimakasti og ógleði).

    Annars er nóg af heimasíðum sem ættu að geta sagt ykkur allt um fjallið.

    Gangi ykkur vel og góða skemmtun.

    #48740
    2502614709
    Participant

    Hæ, Mt.Blanc er 4.807 er að fara við 3ja mann og með gæt. Yfirleitt hefur verið talið betra að fara í júlí eða ágúst en vegna minnkandi snjóa skilst mér að lok júní sé fínn tími + minna af fólki. Ég var mikið að velta þessu með gætinn fyrir mér en ég er með unglinginn minn með svo það var auðvelt að ákveða að hafa gæt. Þetta fjall hefur tekið flest líf, eitthvað um 1000 manns þannig að full virðing er áskilin. Jökull Bergmann benti mér á vin sinn Gregory franskur náungi sem talar íslensku, hitti hann um daginn helv. fínn gaur netfangið hans er facong@oreka.com
    Ég byrja á rötli 24 og reikna að vera á toppnum 26 eða 7.
    Ég held að Rúnar ýki þetta aðeins en maður verður að fara í hæðar aðlöðun og fara svo bara nógu hægt. Góða ferð!

    #48741
    Anonymous
    Inactive

    Það er ekkert mál að klifra á Mt. Blanc ef þig gerið það almennilega. Farið upp í fyrstu ferð með Midi kláfnum og strollið niður á Mer du Glasse og gangið upp hlíðina sem er þar(mig minnir að fjallið heiti Mt. Blanc du Tacul er samt ekki viss) og puðið heilan dag þarna uppi og takið síðasta kláf niður og aftur í bjórinn og afslappelsið og takið tindinn 2 til 3 dögum seinna með stæl. Þetta svínvirkar. Það geta allir lent í hæðaveiki en þið minnkið möguleikara á því með því að trappa ykkur upp svona. Hæðavekið virðist leggjast þungt á suma án tilllits til getu, forms eða líkamlegs ástands. Bara sumir lenda illa í þessu og aðrir ekki þannig er þetta nú bara. Ég held nú samt að það sé nú mikill minnihluti manna með þennan veikleika.
    Olli

    #48742
    Jokull
    Member

    Heil og sael Halla

    Fyrir tha sem hafa litin tima og vilja nokkurnvegin garantera toppinn ad tha er besta lausnin ad fara med leidsogumanni.
    Thad er baedi mun oruggara, meiri likur a ad na toppnum og thu tharft ekki ad hafa ahygjur af skala og klafbokunum sem geta verid erfidar a thessum tima ars.
    Gregory Facon er Franskur Fjallaleidsogumadur sem hefur toppad Blancinn hatt i 50 sinnum, hann talar mjog goda islensku og er hreint frabaer naungi og einn af minum bestu vinum. Netfangid hans er hjer fyrir ofan.

    Annars oska eg thjer godrar ferdar og spennandi aevintyra.

    Bestu kvedjur fra Squamish

    Jokull

    #48743
    jafetbjarkar
    Keymaster

    Kærar þakkir fyrir góð ráð, ábendingar og e-mailið hjá Gregory. Við erum búin (bættist í hópinn) að vera lesa okkur til og fá upplýs. hjá ferðafyrirtækjum úti en það er alltaf gott að heyra reynslusögur frá öðrum ferðalöngum. Sýnist sem svo að við séum komin á þá skoðun að leiðsögumaður sé bara málið. Höfum heldur ekki endalausan tíma þarna og það er nú alltaf gott að hafa einhvern staðkunnugan með.
    Ein ferðaskrifstofukona sagði að frá ca. 15.júní til 15.júlí myndu líklega vera bestu aðstæður á fjallinu þrátt fyrir að það væri ekki high season þá, þannig að þetta lítur bara vel út:)

    Góða ferð Ingvar og co!

    Kveðja, Halla

Viewing 7 posts - 1 through 7 (of 7 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.