Klifurslys í norður Noregi

Home Forums Umræður Almennt Klifurslys í norður Noregi

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46892

    Í dag fékk ég hræðilegar fréttir frá félögum mínum í Noregi. Félagi minn og bróðir hans hröpuðu til dauða þar sem þeir voru að síga niður frá klifurleiðinni Vårrusen á Kvalöya í norður Noregi, ekki langt frá Tromsö. Talið er að þeir hafið snúið við vegna veðurs, roks og skafrennings. Þeir fundust hlið við hlið, ennþá í línunni. Þeir notuðu gamalt toppankeri sem gaf sig og hröpuði 350m. Stian var 21 árs og Mats 23 ára.

    Ég veit eiginlega ekki hvers vegna ég er að deila þessu með ykkur hér á Ísalp, en þetta er kanski til merkis um það að menn verði að vera varkárir þegar kemur að gömlum festingum og sigi. Báðir Stian og Mats voru duglegir klifrarar. Það er sárt að hugsa til þess að þeir séu farnir. Stian var merkilegasti strákur sem ég hef nokkurn tíman haft heiðurinn af að kynnast. Hann var ævintýraþráin uppmáluð. Hann var frábær ljósmyndari. Hann ferðaðist til Íran til þess að búa á meðal heimamanna og taka myndir og fara á skíði. Hann bjó í rútu heilan vetur með félögum sínum við ströndina á Undstad og sörfaði í ísköldu Lófót briminu. Hann ferðaðist um norður Noregur í ævintýraleit. Hann mætti alltaf á ullarpeysunni og með sjóræningjaklútinn um hausinn á Præstenbrygga og gerði alla vitlausa þegar hann hoppaði á menn á dansgólfinu. Hann veitti mér og mörgum öðrum innblástur í lífið. Hans verður sárt saknað.

    Hvíl í friði Stian og Mats.

    Hér er hægt að les um slysið:

    http://www.klatring.no
    http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=569996
    http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=570042

    Hérna er hægt að sjá myndirnar hans Stians:

    http://www.StianH.foto.no

    n866480327_337651_5219.jpg

    #54293
    Skabbi
    Participant

    Þetta eru sannarlega ömurlegar fréttir. Fær mann óneitanlega til að hugsa aðeins um hvað það er sem dregur mann upp í fjöllin aftur og aftur. Það hangir meira á spýtunni en eintómt grín og glens.

    Ég samhryggist þér í þessu. Ef það má vera e-r huggun harmi gegn þá hljómar eins og vinur þinn haf fengið meira út úr sínu 21 ári en margur sófasekkurinn á heilli mannsævi.

    Skabbi

    #54295

    Mjög leiðinlegt að heyra af þessu og ég samhryggist. Mér finnst gott að þú segir frá þessu því þetta er góð áminning um að þessi sport okkar eru ekki hættulaus. Þó svo að varlega sé farið þá er alltaf eitthvað sem getur klikkað.

    Þetta voru sannarlega engir sófasekkir, góður punktur hjá Skabba.

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.