Kerlingareldur ofl.

Home Forums Umræður Klettaklifur Kerlingareldur ofl.

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45598
    2401754289
    Member

    Tilefni þessara skrifa eru nú aðalega þau að upplýsa menn og konur um aðstæður til iðkunnar klettaklifurs norðan heiða.

    Á miðvikudaginn síðasta fékk títt umrædd leið á Kerlingu sína þriðju uppáferð, var þar á ferð vaskur hópur sem setti hvert metið og fyrstu eitthvað á fætur öðru. Ber þar helst að nefna Fyrsta fjögra manna teymið, þannig að næst verður það að vera 5 manna lið ef halda á í einhverja tradisjón.
    Fyrsta kvennsan, Sunna Björk, stóð sig vel í bjarghreinsun.
    Fyrsti Frakkinn, Gregory rifjaði upp gamla takkta en fussaði og sveiaði yfir fjölda klukkustunda á göngu per metra af klifri.
    Fyrsti Norðfirðingurinn, Friðjón átti góðan dag og kenndi franska ofurgædinum að gera 8 hnút með einari hendi.
    Og svo náttúrlega fyrsti maðurinn til að klifra þessa annars ágætu leið tvisvar. Í þetta sinn klifum við með allt okkar hafurtask á bakinu og fórum alla leið á topp Kerlingar, sem verður að teljast skemmtileg viðbót við sjálfan Eldinn.
    Þá er farið inn eftir toppi berggangsins á afar þunnum hrygg (vissara að vera í spotta) circa 30m, svo er hliðrað eftir syllu til vinstri circa 60m í mjög lausu grjóti út á hrygginn milli Kerlingar og Stóls. Þaðan er brölt upp hryggin undir toppinn þar sem hægt er að brölta upp 25m geil circa 5.4 upp á topp. Þessi varíasjón er að mörgu leiti miklu betri hugmynd en að síga niður leiðina, því að það er töluvert grjóthrun í brekkuna fyrir neðan Eldinn.
    Niðurleiðin er hefðbundin leið á Kerlingu niður vestari hryggin í lausu grjóti.
    Við hreinsuðum nokkrar smálestir af grjóti úr leiðinni þannig að hún fer að verða svona skikkanlega hrein.

    Fyrir þá sem hyggjast klifra þessa leið í sumar að þá er nánast allur snjór farinn undan leiðinni, þetta þíðir að eftir er svartur ís sem engin kemst yfir nema með exi og brodda, annars sést það frá bænum Melum hvort það sé snjór eða ís undir leiðinni en ég mæli eindregið með alavegana einni ísexi per hóp.

    Og svona að lokum í tilefni alls þess fjaðrafoks sem varð í kjölfar annarar uppferðar að þá tilkynnist það hér með að þetta er alvarleg leið í fjalllendi og alveg ágætislíkur á að drepa sig ef menn eru ekki með hausinn á herðunum.

    Annars ætlaði ég nú líka að tilkynna um fjölgun á boltuðum leiðum í Norðurlandskjördæmi. Í Munkaþverárgili henntum við boltum í Sófus 5.8 og Stóru mistökin 5.9, svo skelltum við toppbolta í Vígaglúm sem er alveg áræðanlega 5.10d samkvæmt Stefáni. En betur má ef duga skal, það þarf að bolta meira í Munknum sem er að verða betra og betra svæði með hverjum boltanum.

    Í Vatnsdal bættist við ein ný leið sem er vinstra megin við Steinbarn og hlaut heitið Erfiðasta 5.5 í heimi. Gjörið svo vel.

    Fyrir þá sem vilja nýjungar að þá rákum við augun í mjög girnilega sjávarhamra milli Grenivíkur og Akureyris og rétt áður en komið er til Grenivíkur er gil á hægri hönd með mjög fínum klettum, möguleiki á 5-10 fínum leiðum. Annars er megnið af þessum ágæta vegg komið í hafnargarðinn á Grenivík.

    Allavegana þið vitið það þá núna að það er allt að gerast fyrir norðann í góða veðrinu.

    Að sinni

    Jökull

    #48126
    0310783509
    Member

    Jamm þú segir það já…

    Flott nafn á nýju leiðinni félagi :)

    Annars er þetta eins og ég spáði að það yrði búið að endurtaka leiðina áður en Stebbi næði að pikka inn svar um gráður eldsins þarna um árið… en það hlýtur að fara að koma.

    Eitthversstaðar á pósthúsum landsins liggur bréf stýlað á isalp@isalp.is

    Gaman að sjá að það er samt eitthvað að gerast annað en Hnjúksferðir í heiminum þessa dagana.

    Einn soldið svekktur

    Einar Ísfeld – A.K.A Skaftafellsrottan

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.