K2 klifrað að vetri í fyrsta sinn 2021

Home Forums Umræður Almennt K2 klifrað að vetri í fyrsta sinn 2021

Tagged: ,

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #72254
    Sissi
    Moderator

    Góða kvöldið,
    ég ætla að skella inn hérna póstum sem ég setti á ÍSALP spjallið á FB fyrir komandi kynslóðir, fyrir leitarmöguleika, og síðast en ekki síst svo samviska mín og Björgvin Hilmarsson hundelti mig ekki restina af lífinu og lemji mig með gamalli Beal iceline með apahnút á endanum.

    Sigurður Ragnar hóf leikinn

    Góðan daginn ÍSALP-arar!
    Er einhver með stöðuna á K2 kapphlaupinu?
    Sé að auk John Snorra eru haugur af fólki á fjallinu af hinum ýmsu þjóðernum. Meðal annars þekkt nöfn í heimsmetasöfnun eins og Nimsdai og hin umdeildi Colin O’ Brady.
    Væri gaman að hafa yfirlit eins og…
    Hver eru komin lengst í hæðaraðlögun á þessum tímapunkti?
    Hver eru að leiða kapphlaupið?
    Hvar er fólk líklegast til að lenda í lífsháska?
    Er það hinn alræmdi Bottleneck eins og á sumrin, eða fleiri staðir neðar í fjallinu?
    Eru teymin að hjálpast að við að fixa og samnýta línur?
    Eða hver í sínu horni?
    Hvar stefnir í mögulegt umferðar-drama á toppadegi?
    Ef einhver hefur upplýsingar eða er með link á góða upplýsingaveitu með stöðu mála, þá væri snilld að deila því hér eða á isalp.is 😀

    Ég svaraði:

    Þetta er mikið rætt hjá okkur.

    Í stuttu máli er John bara að standa sig vel, er að klifra með alvöru spaða Muhammad Ali Sadpara sem er með 8/14 og vetrar 8000 tind ofl, og syni hans. Þeir eru í C2 núna og hafa verið að gera þetta vel, ætla hærra í veðurglugga næstu 2-3 daga. Spái að þeir fari í C3-C4, sem þýðir að þeir eru full aðlagaðir, og geri svo tilraun í febrúar, þeir eru með vistir fram í mars og hafa gert allt af mikilli yfirvegun hingað til.

    Nims sem blitzaði 14x8k á 6 mán í fyrra er þarna og bombar upp og niður eins og hann sé að hlaupa Úlfarsfell. Er í C3 og gæti ákveðið að blitza þetta bara núna. Og jafnvel fljúga niður ef hann hefur fundið annan væng í staðinn fyrir þann sem fauk á dögunum með öllu draslinu hans úr C2. Eru ágætlega aðlagaðir og rosalegt crew.

    Mingma G, sem fór með John Snorra á K2 um árið og skipulagði vetrar tilraunina í fyrra er þarna með all-Nepali team, þeir eru líka búnir að vera sterkir og eru að vinna með Nims. John og félagi hans báru Mingma þungum sökum í fyrra að hafa aldrei ætlað að gera alvöru tilraun.

    Svo er eitthvað bíó í commercial leiðangri þarna, ca 60 manns minnir mig, einhverjir professionals þar inni sem hefur heyrst eitthvað af en ekkert markvert, líka allskonar random lið. Amk. 2-3 farnir heim með einhverja kvilla og ég spái því að fleiri geri það. Það er bara nógu erfitt líf að búa í K2 BC um miðjan vetur, hvað þá klifra. Ekki allir sem þola þannig vosbúð.

    Colin O’Brady sem er algjör steik og dirfðist að bera suðurpólsþverun sína við ca. tvisvar sinnum lengri þverun Bourge okkar Ousland í fyrra er þarna, hann er frekar lítill háfjallaklifrari held ég.

    Svo er allskonar fleira í þessu en þetta er staðan í grófum dráttum. Gluggi núna til að taka gott rotation og jafnvel toppa fyrir ofurmenni, síðan fer að snjóa sem flækir stöðuna mjög mikið í þessu.

    Climb on.

    Sissi

    Andri Bjarna og fleiri eitthvað að grínast, en ef öllu er á botninn hvolft er Andri ekki það fyndinn svo við látum það liggja milli hluta.

    Prófíll á Muhammad Ali frá Sadpara, klifurfélaga John Snorra og mega spaða: http://www.alpinist.com/…/wfeature-a64-tcl-muhammad-ali…

    Nokkrar uppfæsrlur um stöðuna 15. janúar 2021, daginn fyrir toppadag fer allt að gerast:

    Nepalirnir búnir að koma upp C4 í 7.800, hæðarmet á Abruzzi en okkar besti maður Denis Urubko komst í 7.900 á annarri leið. Ali og John eru á leið í C3 og tala um að þeir taki allar sínar ákvarðanir byggt á reynslu sinni, veðurspám og innsæi sínu. Sem er akkúrat það sem við viljum heyra. Með fylgja myndir sem sína C2 í rúst og síðan tvö stráheil tjöld á hrygg sem er væntanlega neðar, geri ráð fyrir að það sé tjald eða tjöld frá þeim. Klókir!

    https://www.facebook.com/groups/507973422565644/permalink/4285097674853181/
    https://www.facebook.com/climbermingma/posts/2174568649341889
    https://www.facebook.com/johnsnorri/posts/865246017611754

    Okkar menn skildu búnað eftir í C3 og fóru í aftur í C2 að fá sér snarl

    Ofurmennin ætla að negla upp í þessum glugga.

    Þetta er helvíti bratt tempó hjá þeim m.v. aðlögun en spurning hvort jakuxablóðið er svona súrefnisríkt. Þessi gluggi og spáin framundan er greinilega of gott tækifæri til að sleppa því, og stór kostur að vera laus við snjóflóðavesen og að troða djúpan snjó.

    Klukkan er 10 um kvöld og sólarupprás kl. 7, þannig að það er þá að vænta frétta eftir ca. 9 klst.

    https://www.facebook.com/groups/507973422565644/permalink/4285441204818828

    Lítur allt út fyrir að 10 manna teymi Nims, Mingma G og einn frá SST toppi innan skamms. Logn á toppnum.
    https://www.alanarnette.com/…/winter-k2-summit-update…/

    Post summit pælingar:

    Góða kvöldið og velkomin í K2 stofuna.

    Sponsorar okkar eru Stiga lumma og Aprés öl.

    Samantekt:https://www.alanarnette.com/…/winter-k2-update-first…/

    Svo sem ekki miklu við þetta allt að bæta. Sameinuð teymi Mingma G og Nims ásamt einum frá SST toppuðu kl. 17 að Pakistönskum tíma, sýnist að þetta hafi tekið um 16 tíma hjá þeim að toppa. Skilst að það sé vel í lengri kantinum og að það sé ekki jafn hættulegt að lenda í myrkri þarna og t.d. á Everest.

    Ákveðinn skuggi yfir þessu að spænskur klifrari lést neðar í fjallinu í dag.

    Ég er mikill fan boy af kempum vetrarins á borð við Denis Urubko, Simone Moro og þessum köllum en persónulega gleðst ég nú bara mjög mikið yfir því að Nepalir fái einn vetrartind. Þó hann sé nú í Pakistan. Ef við teljum saman alla sem hafa staðið fyrstir á 8000m tindi fyrstir að vetrarlagi eru það 29 (sumir taldir tvisvar). Pólverjar eiga þetta geim skuldlaust því þeir voru tæp 70% eða 20 af þeim. Eftir daginn í dag á Nepal fjórðung. Þetta er líka rosalega smart hjá þeim, liðs-effort og liðstoppur, þjóðsöngur. Minnir aðeins á Babu súper sherpa þegar hann tjaldaði og svaf á tindi Everest og söng svo þjóðsönginn þegar hann vaknaði til að sýna að hann væri í góðum gír.

    Nú eru þeir komnir niður fyrir hættulegasta svæðið, en eins og dagurinn í dag eru þeir ekki alveg sloppnir.

    Ég átta mig ekki alveg á því hvort súrefni var notað af öllum, en Mingma var amk búinn að lýsa því yfir að hann hefði hug á að sleppa því. Ef allir hafa notað súrefni verður stórt verkefni óklárað sem gæti fyllt þá sem eftir eru á svæðinu eldmóði.

    Einhverjir munu trúlega halda plani en trúlega mun rjátlast úr hópnum. Enda eru bara John og feðgarnir eftir annars vegar og hinsvegar SST leiðangurinn með tuttugu og eitthvað klifrara og annað eins í support. Þau hafa nú misst einn úr sínum hóp, annar slasaður og amk 2 farnir heim með einhverja kvilla. Væntanlega ekki frábær mórall þar hjá öllum. Fyrir utan hvað er örugglega rosalega erfitt að búa þarna yfir einhvern tíma.

    Næsta sem gerist er að kempurnar koma niður og við fáum að sjá miklu meiri detaila með toppadaginn, hvað var gert og hvernig, aðstæður og fleira.
    Þarnæsta er að það er spáð helvíti miklum vindi og snjókomu seinnipart vikunnar, sem mun ekki einfalda hlutina.

    Nepölskum klifrurum hefur reynst erfitt að ná tekjuflæðinu út úr svona afrekum sem vestrænir klifrarar hafa náð, með bókaskrifum, bíó, fyrirlestrum og þessháttar. Muhammad Ali frá Sadpara er dæmi um það, líkt og kemur fram í Alpinist greininni hér að ofan. Það verður áhugavert að sjá hvort Nims og Mingma G ná að mjólka þetta sæmilega. Hugsa samt að þeir séu á ólíkum forsendum, Nims er að spila leikinn eins og þeir vestrænu en Mingma hefur verið að byggja upp rekstur í fjallaleiðsögn, á lægri prísum en vestrænu fyrir tækin. Þeir félagar eru komnir með hrottalegt CV núna. (Var svo sem hrottalegt fyrir hjá þeim báðum).

    Svo er rannsóknarefni í sjálfu sér hvað það er mikið heróín að fylgjast með þessu miðað við að ég myndi aldrei nokkurn tímann taka svona rugl fram yfir góða alpaferð. Og þó hef ég klifrað í Pakistan.

    Alltént merkilegur dagur í klifursögunni.

    Sissi

    Þráðurinn á FB: https://www.facebook.com/groups/1399889096706732/permalink/4142063899155891/

Viewing 1 post (of 1 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.