Íslandsmeistaramótið í klettaklifri 12.apríl

Home Forums Umræður Klettaklifur Íslandsmeistaramótið í klettaklifri 12.apríl

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46082
    2003793739
    Member

    Íslandsmeistaramótið í klettaklifri verður haldið laugardaginn 12. apríl í húsnæði Hjálparsveitarinnar í Rvk.
    Þetta er stærsta klifurkeppnin á landinu og verður hin glæsilegasta.
    Aðgangur er ókeypis og veitingasala á meðan keppni stendur.

    Keppt verður í karla- og kvennaflokki og hefst keppninn kl. 12:00. Byrjað verður á undanúrslitum karla síðan úrslit kvenn og til að ljúka góðum degi verða úrslit í karlaflokki kl 16:00.
    Skráning er í Klifurhúsinu.

    Keppendum verður boðið uppá að prófa vegginn á föstudaginn 4. apríl kl 19:00. Þar verður farið gróflega yfir fyrirkomulag keppninnar, keppnisreglur og helstu atriði í leiðslu klifri. Þeir sem vilja kynna sér keppnisreglur er bent á að hafa samband við Klifurhúsið.
    Hringt verður í skráða keppendur fyrir föstudaginn.

    Uppsetning leiða er í höndum Stefáns Smárasonar og fer hún fram um næstu helgi og vikuna fyrir keppni. Keppendur mega ekki æfa í keppnisleiðum fyrir keppni.
    Þeir sem vilja frekari æfingar í landslagsveggjum er bent á fimleikafélagið Björk í Hafnarfirði.
    Klifurhúsið býður keppendum uppá leiðsögn í leiðsluklifri í húsnæði Klifurhússins.

    Það er von okkar að sem flestir mæti á þennan árlega viðburð klettaklifurs á Íslandi.

    f.h. Klifurhússins
    Halli

Viewing 1 post (of 1 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.